Færsluflokkur: Bloggar
16.1.2008 | 12:07
Leiklestur á Orðastað
Fögru samnemendur!
Á fimmtudaginn næsta (sautjánda janúar, á morgun) munu einþáttungar þriggja upprennandi leikskálda verða leiklesnir fyrir áhugasama. Um er að ræða verk þriggja nemenda í Ritlistaáfanga Háskólans sem ekki hafa stigið á stokk áður og gefst ykkur því færi á að sjá/heyra þessi verk fyrst af öllum!! (og augljóslega hafa skoðun á þeim í framhaldi og ræða hversu stórbrotin verk þau eru)
Leiklesturinn mun hefjast kl. 20 á annarri hæð Barsins. Tilboð verður á barnum fyrir þá sem vilja skála við Bakkus á meðan.
Kveðja,
Torfhildur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.12.2007 | 18:33
Torfi
Nýr Torfi vill ólmur líta dagsins ljós, og skal hann koma út eigi síðar en
einhverntíma í byrjun Janúar.
Þegar þið hafði troðið í ykkur jólamatnum, borðað eftirréttinn, rifið upp
gjafirnar, hlustað á messuna í ríkisútvarpinu, glaðst, (h)legið á
meltunni, nartað í afganga af jólamatnum, fengið ykkur aðeins meira
jólaöl, lesið öll jólakortin og óskað öllum vinum gleðilegra jóla, og þið
finnið þessa brennandi þrá til að skrifa ljóð, smásögu, grein eða
hvaðeina,
þá skuluð þið nota tímann sem þið hafið aflögu til að skrifa efni í Torfa.
Menn byrja líklega ekki allir á sama tíma í skólanum svo ég tilkynni nákvæman
skilafrest þegar nær dregur.
Þið megið að sjálfsögðu byrja að senda efni eins snemma og ykkur sýnist á póstfangið: krh2@hi.is.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2007 | 15:25
Ofurritin tvö í boði Didda og Guðrúnar
Samnemar nær og fjær,
Nú er Torfi kominn í hús og verður honum dreift í Aðferðum og hugtökum á morgun (og líklega Stefnunum og Menningarheimum).
Þeir sem ekki komast þá og finna allar leiðir lokaðar þurfa ekki að örvænta lengi, þeir mega nefnilega hafa samband í krh2@hi.is, eða síma 865-2339 og ætti ekki að vera erfitt að koma á þá Torfa.
Um 70 eintök eru til af Torfa og gildir aðeins lögmál frumskógarins, fyrstir koma fyrstir fá. Iðulega rennur Torfinn fljótlega út enda flugrit á hámælikvarða á ferð.
Endursendingar af Torfhildi voru að koma frá bókabúðunum. Við eigum því nokkur eintök og viljum við endilega að einhver fái að njóta þeirra.
Ætlum við því að sitja við í Árnagarði í vikunni, fyrst á þriðjudaginn frá kl. 13, og selja þessa rest.
Verðið er fimmhundruð íslenskar krónur fyrir þetta hundraðogsjötíublaðsíðna eðalrit sem geymir tugi greina um samtímabókmenntir, tónlist, kvikmyndir, menningu, fornbókmenntir ásamt ljóðum og smásögum.
Við erum ekki svo vel að upp alin að eiga posa svo nauðsynlegt er víst að mæta með beinharða peninga til okkar.
Ef þið sjáið ykkur ekki fært að mæta getið þið sent mér tölvupóst (ghp2@hi.is) og við munum koma riti til ykkar.
Baráttukveðjur,
Diddi og Guðrún Hulda
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2007 | 11:20
Þjóðleikhúsið, síðustu forvöð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2007 | 13:05
Ljóðakvöld
Gleðjumst öll því loksins verður ljóðakvöld Torfhildar haldið aftur núna á fimmtudaginn 8. nóvember klukkan 20 í bókabúðinni Iðu Lækargötu.
Hér er kjörið tækifæri fyrir öll skúffuskáld, stórskáld, smáskáld eða áhugamannaskáld til að draga ljóðin sín fram í dagsljósið og deila með öðrum. Það verður "open mic" og öllum velkomið að lesa upp verk sín.
Einnig munu Emil Hjörvar Petersen, Ragnar Ólafsson, Arngrímur Vídalín og fleiri ætla að lesa upp sín verk.
Sjáumst hress og kát á fimmtudaginn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2007 | 18:54
Skorarmál og skákfélagi
Heil nemendur!
Ég er Guðrún Hulda og er einnig skorarfulltrúi Torfhildar.
Sem fulltrúi nemenda á reglulegum skorarfundum er mitt hlutverk að gæta hagsmuna stúdenta á fundunum. Á fundunum ræða kennarar skorarinnar okkar öll mál er varðar skorina. Þar á við til dæmis breytingar á námsfyrirkomulagi, aðstaða og húsnæðismál sem hlítur að varða okkur öll.
Í augnablikinu beinist öll athygli að húsnæðismálum, en það hefur verið einn stærsti afmarki fyrir okkur nemendur, þ.e. við höfum engan sameiginlegan samkomustað á virkum dögum. Flest nemendafélög eiga sér kaffistofu sem nemendur geta sótt í götum og milli tíma og átt í gífulega gefandi umræðum um póstmódernisma (en ekki hvað?) Við viljum svoleiðis.
Eins og er þá hef ég ekki hugmynd um hverjir þið nýnemar eruð og veit ég að ég er ekki ein um að vera ólm að kynnast samnemendum mínum. Sameiginlegt nemendaherbergi myndi bæta það til muna. Teikn eru nú á lofti að þetta vandamál verði úr sögunni og er það mikið fagnaðarefni.
En það er fleira sem vantar upp á. Rektorinn okkar hefur verið agalega dugleg að koma á framfæri vilja sínum til þess að gera Háskóla Íslands af einum af hundrað bestu Háskólum heims. Til þess að því markmiði verði náð er nokkuð augljóst að skorin okkar verði að fá betri aðstöðu. Til að mynda má benda á að nemendur Hugvísindadeilda þeirra háskóla sem HÍ vill bera sig saman við hafa m.a. klippiherbergi og kvikmyndasali sem kvikmyndafræðinemar hafa vísan aðgang að, sérbókasafn fyrir bókmenntafræðinema, listfræðinemar fá einnig sér bókasafn og þýðingarfræðinemendur sem og táknmálsfræðinemendur fá aðgang að þeim tölvu- og tæknibúnaði sem nauðsynlegur er að hafa en við höfum ekki.
Af mörgu er að taka svo ekki sé minnst á kröfu okkar fyrir góðri kennslu og fjölbreyttum námskeiðakosti.
En ég er ekki ein í þessu, heldur aðeins milliliður. Ég vil því hvetja sem allra flesta nemendur til að vera á verði gagnvart því sem betur mætti fara í náminu okkar og láta mig vita svo ég geti komið því á framfæri við yfirvaldið.
Tölvupósturinn minn er ghp2@hi.is og einnig drekk ég þessi sem drekk óhóflega mikið af rauðvíni í partýjunum...
(Þið megið endilega líka senda mér póst bara til að segja hæ, já eða hrósa frábærri kennslu og bókakosti eða ef þið teflið. Mig vantar skáksamnemanda.)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.10.2007 | 11:26
Þjóðleikhúsið
Fimmtudaginn 15. nóvember býðst okkur vísindaferð í Þjóðleikhúsið á leiksýninguna Óhapp. Við fáum að sjá sýninguna á frábæru tilboðsverði eða 1500 kónur. Innifalið er kynning á starfsemi hússins, viðræður við höfund leikritssins og veitingar, sýningin sjálf og umræður að henni lokinni við leikara og leikstjóra.
Skráning í athugasemdum eins og fyrr. 30 manns komast að.
Tengiliður er um forföll er að ræða: Hulda - hul1@hi.is
P.s. mæting er kl. 18:15 í þjóðleikhúsinu
Bloggar | Breytt 6.11.2007 kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
24.10.2007 | 12:33
Vísindaferð
á föstudaginn kl 5 í Vífillfell. Skráið ykkur í athugasemdir hér að neðan frá hádegi í dag. Það komast 30 með, Torfhildarmeðlimir ganga fyrir, og Torfhildur tekur alltaf vel á móti nýjum meðlimum.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
19.10.2007 | 10:28
Skráningu á Ræðismanninn lokið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.10.2007 | 10:27
Skráning í vísindaferð
hefst einn tveir og núna!
Ég, þú, kl 16:30, á föstudaginn.
Skráning í athugasemdir, nafn og email. Allar nánari upplýsingar verða sendar á þá heppnu 20 einstaklinga sem komast að. Torfhildar meðlimir ganga fyrir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)