Færsluflokkur: Bloggar
31.3.2008 | 12:22
Leikhúsferð
Borgarleikhúsið hefur gerst svo elskulegt að bjóða okkur bókmenntafræðinemum í leikhús föstudaginn 4. apríl á hið frábæra leikrit Gítarleikararnir eftir Line Knutzon.
Hlýlegur gamanleikur með lifandi tónlist. Verkið fjallar um fjórar manneskjur sem koma saman til að votta nýlátnum trúbador virðingu sína. Að lokinni jarðarförinni hittast þau fyrir utan hús hins látna til að æfa saman minningardagskrá með lögum eftir hann.
Fjórir gítarleikarar, fyndin samtöl og falleg lög.
Line Knutzon hefur einstakt lag á að gæða hversdagslegar samræður persóna sinna fínlegri kímni, en varpa um leið fram tilvistarlegum spurningum með einfaldleika sínum.
Leikarar: Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Halldór Gylfason, Hanna María Karlsdóttir og Jóhann Sigurðarson.
Skráning fer fram í athugasemdum við þessa færslu í síðasta lagi fyrir miðnætti núna á miðvikudag (2. apríl) og við höfum ca. 20 sæti
Forföll tilkynnist í síma 8664323
P.s. Eins og Begga benti á vantar tímasetningu, já þetta er kl:15:00
Bloggar | Breytt 2.4.2008 kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
27.3.2008 | 20:48
Happy hour
Hvernig er stemmningin fyrir smá hittingi Föstudaginn 28. Mars í Hámu til að drekka öl og ræða málin? Það er fátt betra til að enda vikuna en svolítil afslöppun við barinn. Síðast mættum við um 18 leytið en það mætti hafa það örlítið fyrr núna. Því tel ég að kl: 17:00 sé fínt viðmið, en vínveitingar hætta um 20:00 leytið.
Hvort sem það er forleikur fyrir næturgleði í miðborginni eða rólegt kvöld í hlýjum stofusófa mun ákjósanlegur félagskapur bíða við barinn til að deila reynslu vikunnar og tappa af stressinu.
Við sjáumst vonandi sem flest!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2008 | 15:57
Hver vill gleðjast?
Við höfum nokkur velt fyrir okkur að hittast á Háskólatorgi (við barinn) á föstudaginn 7. mars og ætla ég því að athuga áhuga bókmenntafræðinema á hópamyndun og líflegum umræðum.
Þar sem Háskólatorg læsir dyrum sínum klukkan 20:00 á föstudögum er ágætis viðmið að mæta um 19:00 leytið, svona þegar maður er búinn að borða og sinna annarlegum erindum. Þar myndum við stunda saman létta upphitun fyrir ævintýri helgarinnar, drekka vægar veigar á ljúfu verði, og stefna svo í sameiningu á eitthvað vinalegt öldurhús og halda þar menningunni áfram.
Ég hef heyrt af slíkri hegðun hjá öðrum hópum, sem hefur tekist vel til, svo ég held að það sé ekki eftir neinu að bíða. Hvet ég menn til að tjá sig um málið og fallast á tillögu mína einum rómi.
P.S. Að fenginni reynslu bendi ég ófaglærðum á að hafa reiknivél við höndina þegar komment eru skrifuð, því gestaþrautin sem sker úr um mennsku okkar á það til að fara ærlega úr böndunum, með ótilgreindum afleiðingum tveggja stafa reikningsdæma.
Diddi, Héðinn, Guðrún og fleiri
Bloggar | Breytt 4.3.2008 kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.3.2008 | 12:14
Árshátíð Torfhildar
Árshátíð Torfhildar verður haldin laugardaginn 15. mars næstkomandi.
Árshátíðin verður haldin í einni af betri stofum Reykjavíkur, þar sem verður upp á dýrindis mat, stórskemmtileg skemmtiatriði, unaðslegan félagskap og dásamlegt Torfhildarteiti.
Miðasalan hefst mánudaginn 10. mars í Árnagarði og verður miðaverðinu sanngjarnt eins og fyrri ár, en ódýrara mun verða fyrir Torfhildarmeðlimi.
Frekari upplýsinga er að vænta á næstu dögum.
Hafið augun opin.
Bloggar | Breytt 5.3.2008 kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2008 | 16:15
Vísindaferðin, Partíið og Bjórinn
Eins og ykkur er öllum þegar kunnugt þá verður vísindaferð núna á föstudaginn 22. febrúar, en hér eru aðeins ítarlegri upplýsingar um þá ferð.
Mæting í vísó er klukkan 15:55 - 16:05 á Bræðraborgarstíg 9, þar sem Bókaútgáfan Bjartur er til húsa.
Þar verður gaman og fróðlegt mjög.
Eftir vísindaferðina verður svo partí heima hjá honum Kjartani. Farið verður beint heim til Kjassa í kjölfar vísindaferðarinnar. Þar mun Torfhildur bjóða upp á bjór!
Allir eru að sjálfsögðu velkomnir til hans Kjartans, hvort sem þeir komust í ferðina eður ei.
Heimilisfangið er Hringbraut 99 og það er eina ómerkta bjallan á staðnum sem gildir. Svo getið þið líka hringt ef þið lendið í vandræðum með að finna staðinn (símanúmer hér fyrir neðan).
Ef þið viljið tilkynna forföll þá getið þið hringt í hann Kjartan, s. 8682875, eða Gróu, s. 6913600.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
15.2.2008 | 14:25
Hæ hó jibbý jei það er komin vísindaferð!
Vísindaferð í hið merka útgáfufélag Bjart föstudaginn 22. febrúar kl 16. Hvað er betra en að enda góða verkefnaviku á góðu sumbli?
Skráning hefst hér á síðunni næstkomandi mánudag 18. febrúar, skráningar fyrir þann tíma verða ekki teknar gildar... Aðeins 15 komast að í þessa glæsilegu vísindaferð - en örvæntið ei ef þið komist ekki því það verður enn glæsilegra partý eftir ferðina.
Ef þið hafið eitthvað við þetta að athuga eða viljið vita meira þá sendið okkur email á torfhildurholm@gmail.com eða gbg5@hi.is
Torfhildarstjórnin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
12.2.2008 | 14:18
Drekkum saman
Torfhildur, Artíma og Soffía eru með Samdrykkju á föstudaginn (15. febrúar) kl. 20 í kjallarnum á Celtic Cross við Hverfisgötu.
Kvöldið hefst með erindi Henrys Alexanders Henryssonar, heimspekings og listunnanda, Hvað er list? en svo mun samræðan halda áfram eftir kvöldi.
Tilboð verður á barnum fyrir félagsmenn gegn framvísun félagsskírteina.
Nú er um að gera að fjölmenna og rökræða við samnemendur okkar.
Kveðja,
Torfhildur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2008 | 23:31
Árshátíð!
Gott fólk, og ekki svo gott fólk.
Nú vill Torfhildur fara að sletta úr klaufunum og fara á ærlegt árshátíðardjamm!
Viljið þið ekki öll mæta með henni, fá matarmikinn mat, skemmtileg skemmtiatriði og áfengt áfengi og umfram allt, djamma fram á rauða nótt?
Stjórnin er farin að kanna farvegin með hvar við munum halda árshátíðina, en staðsetningin ræðst svolítið af því hversu margir ætla sér að sýna sig og sjá aðra. Þannig að við biðjum þá sem hafa áhuga á að mæta að skilja eftir komment hér á blókinu hennar Torfhildar þannig að við (stjórnin) getum fundið besta staðinn.
Verð fyrir árshátíðina veglegu verður líkast til á bilinu 4000 - 6000 kr. á kjeft, en innifalið í þessu er þá matur, skemmtiatriði, partí og vonandi hugvísindaball (við erum að reyna að koma því í gagnið!)
Þetta ku gerast þann 7. mars.
Hvað segiði, eruði ekki til djeemmið?
p.s. makar eru að sjálfsögðu velkomnir, en ekki gæludýr þó (nema í afar sérstökum tilfellum).
Bloggar | Breytt 13.2.2008 kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
30.1.2008 | 11:23
Málþing Torfhildar
Málþingið fer fram í Aðalbyggingu Háskóla Íslands, stofu 225, föstudaginn 1. febrúar kl. 16-18.
Fundarstjóri er Gróa Björg Gunnarsdóttir, formaður Torfhildar.
Dagskrá
Gottskálk Þór Jensson, skorarformaður bókmennta- og málvísindaskorar, opnar málþingið.Framsögumenn:
1. Jóhanna Björk Sveinbjörnsdóttir, Sigríður Agnes Sigurðardóttir og Sigríður Nanna Gunnarsdóttir. Háklassasamskiptalist.2. Ásgeir H. Ingólfsson. Örgjafi öreiganna: Er internetið andlega gjaldþrota?- - - Hlé - - -
3. Kjartan Yngvi Björnsson og Hjördís Alda Hreiðarsdóttir. Skrif og óskrif í netheimum.
4. Gunnþórunn Guðmundsdóttir.
Stuttar umræður eru eftir hvert erindi og boðið verður upp á veitingar í hléi.
Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir!
- Stjórn Torfhildar -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)