Leirburðarkeppni á Faktorý

Leirburðarkeppni Ritvélarinnar og Torfhildar 2011

Góður texti er fyrir löngu orðinn að útjaskaðri klisju. Leirburður er hinsvegar stórlega vanmetinn. Allir segjast geta skrifað illa en einungis örfáir eru gæddir náðargáfunni í raun og veru.

Skáldræflar! nú er tækifærið: hversu vel getið þið skrifað lélegan texta? Við dæmum eftir nokkrum flokkum:
...
Bundið mál

Óbundið mál

Hópljóð og ljóðgjörningar

Ofstuðlun, lélegt rím, vitlaus hrynjandi, formgallar, og misnotað, ofnotað eða misheppnað myndmál nauðsynlegt.

Ljóðin mega ýmist vera samin á staðnum eða fyrirfram. Óþarfi að skrá sig, bara að mæta á Faktorý kl. 20 og yrkja. Allir velkomnir og vinir, vandamenn og fjarskyldir líka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband