Færsluflokkur: Bloggar

Macbeth 9. október

Stefnan er tekin í Þjóðleikhúsið núna á fimmtudaginn kl 21:00 að sjá Macbeth. Um sýninguna má lesa hér. Miðaverð er aðeins 1500 kr og eftir sýninguna fáum vð að ræða við aðstandendur hennar. Skráning er hafin í athugasemdum og komast 20 að. Taka skal fram að ganga verður frá miðakaupum í síðasta lagi á miðvikudag, en hægt er að hringja inn kortanúmer í miðasölu í síma 551 1200 og þá bíður miðinn við innganginn þegar komið er á sýninguna. Einnig er hægt að greiða miðann með því að fara í miðasölu Þjóðleikhússins sem er opin alla daga frá 12:30-18:00. Miðarnir eru fráteknir á nafni Torfhildar.

Torfhildur hvetur alla til að mæta!


Útgáfupartý Torfa

Torfhildur fagnar útgáfu fyrsta tölublaðs flugritsins Torfa skólaárið 2008-2009 næsta fimmtudag, 2. október, á Celtic Cross kl 20 (ekki 22 einsog áður var auglýst hér á bloggnum).

Góð tilboð á barinn fyrir meðlimi Torfhildar gegn framvísun nemendaskírteinis - enn er hægt að ganga í félagið og hægt verður að kaupa skírteini á staðnum fyrir 2000 kr.

Einnig verða kynnt úrslit Leirburðarkeppni Torfhildar 2008 og verðlaunaafhending fer fram.

Sjáumst þar!


Vísindaferð á Árbæjarsafn!

Föstudaginn 26. september fer Torfhildur í vísindaferð á Árbæjarsafn kl 17.

Skráning hefst hér á síðunni kl 12 miðvikudaginn 24. september í athugasemdum við þessa færslu. Fyrstir koma fyrstir fá því það eru aðeins 20 laus sæti í ferðina.

Meðlimir Torfhildar ganga fyrir í ferðina og ef þið hafið áhuga á að verða hluti af þessari elítu bókmenntafræðanna getið þið haft samband við Kjartan í síma 8682875 eða kjartanyb@gmail.com og fengið í hendurnar félagaskírteini fyrir litlar 2000 kr.


Leirburðarkvöld

Næsti viðburður Torfhildar er leirburðarkvöld sem verður haldið fimmtudagskvöldið 11. september kl 21 á 3. hæð skemmtistaðarins 22 við Laugaveg.

Þar gefst fólki kostur á að koma með eigin leirburð eða annarra og lesa upp, eða semja á staðnum og taka þátt í Leirburðarkeppni Torfhildar 2008 sem fer fram um kvöldið. Félagsskírteini verða einnig til sölu á staðnum, en árgjaldið er litlar 2000 kr. Skírteinin veita ýmis fríðindi svo sem forgang í ferðir Torfhildar og afslátt á barinn.

 

Sjáumst þar!


Nýtt skólaár!

Kæru samnemendur! Nú er skólaárið hafið og tími kominn fyrir Torfhildi að vakna úr sumardvalanum. Fyrsti atburður annarinnar verður nýnemakvöld á English Pub í Austurstræti fimmtudagskvöldið 4. september kl. 21:00. Þar verða nýjir sem gamlir nemendur boðnir velkomnir og nemendaskírteini til sölu. Nemendaskírteinin munu kosta 2000 kr og gegn þeim verður tilboð á barinn sem og ýmis fríðindi og forgangur í vísindaferðir í vetur.

Næstkomandi föstudag, 5. september, verður Torfhildur stödd á Háskólatorginu milli kl 16 og 18. Hún mun vera kyrfilega merkt í grennd við barinn að selja nemendaskírteini og sötra af Hámubarnum. Við hvetjum áhugasama að koma við.

Torfhildur leitar einnig að orkuríkum dugnaðarforkum til að gegna stöðum auglýsingastjóra, nýnemafulltrúa og í ritnefnd. Öllum áhugasömum er bent á að hafa samband við Kjartan Yngva, formann Torfhildar, á kjartanyb@gmail.com eða á nýnemakvöldinu.

Endilega mætið á English Pub á fimmtudagskvöldið, gerist vinir Torfhildar, sötrið ódýran mjöð og kynnist samnemendum ykkar!

Bestu kveðjur, Torfhildur.


Lokapartý Torfhildar

Hæ allir saman!

Föstudaginn 16. maí verður lokapartý í tilefni þess að allir eru nú búnir í prófum og ritgerðum og þess háttar gamani. Partýið verður heima hjá meistara Atla Antons á Bergstaðastræti 60.

Gleði og gaman fram á rauða nótt, skyldumæting fyrir alla alvöru bókmenntafræðinema!

Ef þið viljið spyrja að einhverju eða bara spjalla þá er það hægt í síma 8682875 og er það yfirleitt Kjartan sem svarar.

Bestu kveðjur og sjáumst á föstudaginn!


Partý og aðalfundur!

Á laugardaginn kemur, 19. apríl kl. 20, ætlar Arndís „okkar" Pétursdóttir að halda partý! Mun teitið vera í híbýlum drottningarinnar að LÆKJARkinn 10 í Hafnafirði (ATH. VIÐ MISRITUÐUM OG SÖGÐUM KÖLDUKINN Í PÓSTINUM. RÉTT SKAL VERA RÉTT) og ætlar hún að gerast svo elskuleg að bjóða upp á grænmetissúpu (enda ógurleg fjallabaksleið fyrir miðbæjarrotturnar að koma sér í Hafnafjörðinn og verða þær helst til svangarþegar á hólminn er komið). Ef þið viljið njóta veitinga hennar yrði hún afskaplega ánægð ef þið létuð hana vita með því að skrá ykkur í athugasemdir hér á síðunni.

 

Í partýinu ætlar Torfhildur að halda stuttan aðalfund og kjósa í stjórn fyrir skólaárið 2008-2009.

Kosið verður í eftirfarandi stöður:

 -Formaður

-Ritari / varaformaður

-Gjaldkeri

-Ritstjóri Torfhildar

-Skorarfulltrúi

-Deildarfulltrúi

-Skemmtanastjóri

 

Þeir sem eru áhugasamir um að leggja hönd á plóg næsta ár og bjóða sig fram er vinsamlegast bent á að hafa samband við Hjördísi Öldu Hreiðarsdóttur í hah27@hi.is. Einnig er hægt að bjóða sig fram á sjálfum fundinum.

Semsagt; BÓKÓPARTÝ á laugardaginn kl. 20! Þetta verður líklegast seinasti viðburður Torfhildar að sinni svo við hvetjum ykkur öll til að rífa nefin upp úr skólabókunum eina kvöldstund og ganga varlega inn um gleðidyr Arndísar.

Torfhildur! 


Bókmenntaþing

Bókmenntaþing Torfhildar

verður haldið föstudaginn 11. apríl kl 15:30 í stofu 104 á Háskólatorgi. Á þinginu verða flutt erindi um skáldsögur í ljósi eftirlendufræða (e. postcolonialism). Að loknum erindum verða umræður og framsögumenn sitja fyrir svörum.

Fundarstjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Gottskálk Þór Jensson, skorarformaður í menningarskor opnar þingið

Framsögumenn:

Kristján Hannesson: "Negritude: Orðræða og andsvar" (erindi á íslensku)

Hoda Thabet S Heshmatallah: "Identity Regained in War" (erindi á ensku)

Eftir erindi og umræður kl 16:30 verður ljóðaupplestur valinkunna ungskálda á hamingjustund í Hámu.

Aðgangur ókeypis og öllum velkominn

Stjórn Torfhildar


Ertu að hugsa um framhaldsnám?

Kynning á framhaldsnámi í hugvísindadeild, félagsvísindadeild, guðfræðideild,
lagadeild og viðskipta- og hagfræðideild verður á Háskólatorgi miðvikudaginn 9.
apríl kl.16-18. Meðal annars verður hægt að afla sér upplýsinga um eftirfarandi
námsleiðir í Hugvísindadeild:
 
 
Íslensku- og menningardeild:

Almenn bókmenntafræði (M.A., doktorsnám)
Íslensk fræði (M.A.)
Íslensk málfræði (M.A., doktorsnám)
Íslenska (M.Paed.)
Íslenskar bókmenntir (M.A., doktorsnám)
Medieval Icelandic Studies (M.A.)
Hagnýt ritstjórn og útgáfa (M.A.)
Tungutækni (M.A.)
Þýðingafræði (M.A.)
Þýðingar (diplómanám)


Sagnfræði- og heimspekideild:

Fornleifafræði (M.A., doktorsnám)
Hagnýt menningarmiðlun (M.A.)
Heilbrigðis- og lífsiðfræði  (M.A.)
Heimspeki (M.A., M.Paed., doktorsnám)
Medieval Icelandic Studies (M.A.)
Sagnfræði (M.A., M.Paed., doktorsnám)
Starfstengd siðfræði (diplómanám)
Umhverfis- og náttúrusiðfræði (M.A.)
Viðskiptasiðfræði (M.A.)

Deild erlendra tungumála,
bókmennta og málvísinda:

Danska (M.A., M.Paed.)
Enska (M.A., M.Paed.)
Franska (M.A., M.Paed.)
Spænska (M.A., M.Paed.)
Þýska (M.A., M.Paed.) 


 
ATHUGIÐ AÐ UMSÓKNARFRESTUR Í FRAMHALDSNÁMIÐ RENNUR ÚT 15. APRÍL.


Hugvísindaþing

Sæl öll!

Torfhildur vill hvetja nemendur til að kynna sér dagskrá Hugvísindaþings sem fer nú fram 4. og 5. apríl. Hugvísindaþing er árlegur viðburður þar sem stefnt er saman helstu fræðimönnum okkar á sviði hugvísinda.

"Boðið verður upp á fjölbreytta fyrirlestra á sviði hugvísinda. Meðal annars verður fjallað um íslenskar nútímabókmenntir, bókmenntasögu, erlendar bókmenntir og Sturlungu. Fjölmörg erindi verða um íslenskt mál að fornu og nýju - beygingar, Biblíuna, nafngjafir, stafsetningu, nám erlendra mála og fræðigreinina sem fæst við nám annars máls, táknmál og fjölmenn málstofa mun flétta saman þræði rannsóknarverkefnisins Tilbrigði í setningagerð. Fyrirlestrar um heimspeki spanna allt frá efahyggju fornaldar, til íslenskra miðalda og náttúrunnar í ljósi fyrirbærafræði og austrænnan heimspeki. Þá munu sagnfræðingar bjóða upp á „hlaðborð“ og á vegum guðfræðinga verður málstofan „Trú, menning og samfélag“. Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar, stendur fyrir málstofu um hlýnun jarðar. "  

Dagskrá þingsins má finna á eftirfarandi slóð: http://www.hugvis.hi.is/page/hugvis_thing_2008

 Þetta er viðburður sem nemendur Menningarskorar mega ekki láta fram hjá sér fara!

Kveðja,

Torfhildur 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.