Færsluflokkur: Bloggar

Októberfest og vísindaferð!

Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að OKTOBERFEST er hafið. Á fimmtudaginn hefst hátíðin kl 17 í tjaldinu fyrir framan aðalbyggingu. Þá er tilvalið að fá sér bjór út í tjaldi, en fátt er betra en bjór eftir skóla. Á fimmtudag verður yfirvaraskeggskeppni og búningakeppni.

Á föstudaginn verður tjaldið opið yfir daginn og hátíðarhöld hefjast svo kl 19.

Það verður vísindaferð hjá Torfhildi á föstudaginn fyrir októberfest, og hefst skráning í hana hér á bloggnum á morgun, fimmtudag, svo fylgist vel með. Torfhildarmeðlimir ganga fyrir, en það er lítið mál að skrá sig í félagið og er ársgjaldið aðeins 2000 kr. Hafið samband við Gróu vegna skráningar: gbg5@hi.is. Aðeins 20 manns komast í þessu æðisgengnu vísindaferð í Hvíta húsið og fyrstur kemur fyrstur fær! 

Missið ekki af óstjórnlegri gleðinni, lifið heil!


Leiksýning!

Sæl öll!
  
 
Þann 23. október kl 13 býður Borgarleikhúsið okkur á forsýningu Ræðismannsskrifstofunnar. Þau sem hafa áhuga á að fara vinsamlegast skrái sig í athugasemdir hið fyrsta. Ekki skrá ykkur nema þið ætlið örugglega að fara, þar sem aðeins 20 miðar eru í boði! Þau sem eru skráð í Torfhildi ganga fyrir. Ef þið viljið skrá ykkur í félagið hafið þá samband við Gróu: gbg5@hi.is. Það borgar sig svo sannarlega að vera félagi í Torfhildi og við tökum vel á móti nýjum meðlimum.

 

Bestu kveðjur, Torfhildur.


Bloggið

Torfhildarbloggið er komið í gagnið. Þemað er límónur í stað Bratz - the movie. Því verður breytt áður en yfir lýkur. Góðar stundir.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.