Bókmenntahátíð!

Eins og þið vitið líklegast öll byrjaði síðastliðinn sunnudag bókmenntahátíð í Reykjavík, þar sem margt spennandi er á dagskrá! Sjá nánar á www.bokmenntahatid.is.

Torfhildur ætlar auðvitað að taka þátt í gleðinni og stefnum við á hópferð á föstudaginn, bæði um eftirmiðdaginn í Norræna húsinu og á upplesturinn í Iðnó um kvöldið. Um daginn eru það Einar Kárason sem spyr danska rithöfundinn Ben Q. Holm kl. 14 og Gunnþórunn Guðmundsdóttir (sem allir ættu að kannast við) sem spyr Michael Ondaatje, kl. 14:30. Seinna um kvöldið, eða kl. 20:00, eru eftirfarandi rithöfundar með upplestur úr verkum sínum: Jesse Ball, Henning Ahrens, C.D. Wright, Tariq Ali og Yrsa Sigurðardóttir. Nánari upplýsingar um þessa höfunda má einnig finna á heimasíðu bókmenntahátíðarinnar.

Eftir upplesturinn er svo planið að fjölmenna á Kaffi Zimsen við Hafnarstræti þar sem Torfhildarmeðlimum býðst ölið á snarlega góðum prís. Það verður auðvitað hægt að gerast meðlimur í Torfhildi á staðnum.

Svo viljum við hvetja alla til að mæta á eins marga viðburði bókmenntahátíðarinnar og ykkur mögulegt er, þetta er allt svo skemmtilegt!


Nýtt skólaár!

Torfhildur býður alla nýnema velkomna, sem og eldri nemendur!

Fyrsti viðburður vetrarins er nýnemakvöld fimmtudaginn 3. september, kl. 20:00 á Celtic.

Einnig vill Torfhildur vekja athygli á því að fólk sem hefur áhuga á að ganga til liðs við stjórn Torfhildar er velkomið og er beðið að hafa samband í gegnum tölvupóst á hea6@hi.is eða kthe2@hi.is.

 Sjáumst hress!


Próflokapartý 15. maí!

Próflokapartý Torfhildar og Rýnisins verður haldið í kjallaranum á Celtic Cross kl. 20:30 á föstudaginn 15. maí.

Bjór meðan birgðir endast í boði félaganna.

Í upphafi verður kosið um stjórn Torfhildar fyrir næsta ár, framboð berist á
hah27@hi.is fyrir föstudaginn 15. maí.

Hvetjum alla til að mæta og fagna próflokum! :)


Próflokapartý og aðalfundur

Torfhildur óskar eftir framboðum í embætti formanns, ritara, gjaldkera, deildar/skorarfulltrúa og ritnefndar Torfhildar fyrir skólaárið 2009-2010.

Kosið verður á aðalfundi sem fram fer í upphafi próflokapartýs Torfhildar sem haldið verður næstkomandi föstudag, 15. maí. Nánari tímasetning og staðsetning auglýst síðar en takið kvöldið frá!

Framboð berist á hah27@hi.is fyrir kl 12 að hádegi þann 15. maí. Kosning fer fram á föstudagskvöldið og úrslit verða kynnt sama kvöld.

Hvetjum alla til að mæta á föstudaginn.

Stjórn Torfhildar 2008-2009.


Vísindaferð á föstudaginn

Kæru bókmenntafræðinemar.

Rýnirinn, félag kvikmyndafræðinema, hefur boðið okkur með sér í vísindaferð í Ölgerðina núna á föstudaginn 17. apríl.

Hefst þetta stundvíslega kl. 17 og lýkur um kl. 19. Komið er inn um aðalinnganginn (Fosshálsmegin) og gengið samstundis til hægri.

Skráning er hafin á heimasíðu Rýnisins, rynirinn.blogspot.com.

Þetta er tilvalið tækifæri til að ljúka önninni og sletta úr klaufunum fyrir prófatörnina! Hvetjum við alla til að mæta!

Engin vísindaferð á morgun

Það lítur út fyrir að ekkert verði úr vísindaferð í Samfylkinguna á morgun eins og ráðgert var. Við munum vonandi geta farið þangað síðar.

Bkv. Torfhildur


Myndir frá árshátíðinni

Það eru komnar inn nokkrar myndir af árshátíðinni í albúm hér á síðunni. Þær eru í boði Sigurðar Högna og ber Torfhildur honum bestu þakkir fyrir!

Ef einhverjir fleiri luma á myndum frá þessu kvöldi og vilja deila þá endilega hafið samband!

Enn eru örfá sæti laus í vísindaferð í Forlagið á föstudaginn, endilega skráið ykkur!


Vísindaferð 27. mars

Á föstudaginn 27. mars förum við í heimsókn í Forlagið. Forlagið er til húsa að Bræðraborgarstíg 7 og er mæting þangað kl 17:30.

Skráning hefst í athugasemdum við þessa færslu á morgun, miðvikudag. Aðeins 18 manns komast að svo það er um að gera að skrá sig sem fyrst! Meðlimir Torfhildar ganga fyrir.

Hvetjum alla til að mæta í þessa vísindalegu ferð!


Vísindaferð á föstudaginn

Þjóðfræðin hefur gerst svo elskuleg að bjóða okkur með í vísindaferð á Sjóminjasafnið á föstudaginn næstkomandi (20. mars) kl 17:00. Skráning fer fram í athugasemdum á http://thjodbrok.net. Sjóminjasafnið er til húsa á Grandagarði 8. Við fáum leiðsögn um safnið og þar verða dulitlar guðaveigar í boði. Einnig munum við skoða varðskipið Óðinn.

Hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst og mæta á Sjóminjasafnið á föstudaginn. Vinsamlegast skráið ykkur fljótt ef þið ætlið því við þurfum að láta vita með fjöldan hið fyrsta.

Bestu kveðjur
Torfhildur.


Vísindaferð til Vinstri Grænna

Hæ bókmenntafræðinemar!

Okkur er boðið í vísindaferð til Vinstri-Grænna föstudaginn 13. mars og hefst ferðin kl 17. Ferðin verður í kosningamiðstöðinni á Tryggvagötu 11 (beint á móti Krua Thai).


Það er auðvitað tilvalið að skella sér á nokkra fyrirlestra á Hugvísindaþingi (sjá færsluna hér að neðan og dagskrá þingsins: http://www.hugvis.hi.is/page/hugvis_thing2009_malstofur) á föstudaginn og mæta svo til Vinstri Grænna kl 17, uppfræða sig fyrir komandi kosningar og hafa gaman með samnemendum sínum.

Skráning er nú hafin með því að skrifa athugasemd við þessa færslu.
Það komast hámark um 20 manns með, vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst ef þið ætlið með.

Bestu kveðjur
Torfhildur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband