26.1.2010 | 12:26
Vísindaferð
Sæl öll.
Á föstudaginn 29. janúar klukkan 18 verður vísindaferð til ungra sjálfstæðismanna í Valhöll. Okkur er boðið ásamt öðrum nemendafélögum að njóta veitingar og spjalla um stjórnmál. Boðið er upp á fríar veitingar. Skráið ykkur hér í athugasemdum og það er nóg af sætum í boði. Við vonumst til að sjá sem flesta.
Torfhildur vill taka skýrt fram að hún tekur enga afstöðu gangvart einum né neinum stjórnmálaflokki þó hún taki boði Sjálfstæðisflokksins. Að sjálfsögðu vonast hún til að geta boðið upp á vísindaferðir í sem flesta aðra stjórnmálaflokka síðar meir.
Skráning byrjar núna!
Það hefur verið breyting á tíma. Vísindaferðin byrjar klukkan 19!
Bloggar | Breytt 27.1.2010 kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
21.1.2010 | 13:30
Árnagarður á afmæli!
Á morgun verður haldið upp á fertugs afmæli Árnagarðs sem við höfum öll kynnst vel. Kennarar, nemendur og starfsmenn Árnagarðs ætla því að koma saman á föstudaginn. Samkoman verður á milli 14:00-17:00 á 4. hæð Árnagarðs. Það verða léttar veitingar í boði og léttvín og bjór verða til sölu á kostnaðarverði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2010 | 12:48
Spilakvöld
Sæl.
Við í Torfhildi ætlum að halda spilakvöld á föstudaginn 8. janúar klukkan 20:00. Það verður spilað nýja spilið Heilaspuni. Þetta verður haldið heima hjá Kolbrúnu að Njörvarsundi 7. Við mælum með að fólk komi með sitt eigið áfengi. Vonumst til að sjá ykkur á staðnum tilbúin að bulla.
Kv. Torfhildur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2009 | 12:47
PRÓFLOKAPARTÝ!!
Í tilefni prófloka ætlar Torfhildur að halda lítið partý en það verður
haldið hjá henni Kolbrúnu að Njörvasundi 7, næstkomandi föstudag 18. desember. Mæting er uppúr 20:00 og biðjum við fólk að koma með sitt eigið áfengi í þetta skiptið. Seinna um kvöldið er um að gera og skella sér á Nasa þar sem haldið er lokadjamm á vegum Stúdentaráðs.
Sjáumst hress! mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Torfhildur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2009 | 17:26
Upplestur
Næstkomandi föstudag (20. nóvember) verður jólabókaupplestrarkvöld (í stofu 201 í Árnagarði) á vegum Mímis, Torfhildar og Ritvélarinna. Herlegheitin byrja klukkan 20:00 og verður boðið upp á hvítvín, kakó og piparkökur!
Rithöfundar sem verða á svæðinu og lesa upp úr bókum sínum eru Sigurður Pálsson, Viktor Arnar Ingólfsson, Þórarinn Eldjárn og Steinar Bragi.
Sjáumst þar!
Bloggar | Breytt 18.11.2009 kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2009 | 13:51
Vísó
Fyrir ykkur sem komust ekki seinasta föstudag (og auðvitað alla hina líka) er vísindaferð núna á föstudaginn, 13. nóvember! Að þessu sinni er ferðinni heitið í Samtök hernaðarandstæðinga sem eru til húsa í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87 (horninu á Njálsgötu og Snorrabraut). Mæting er stundvíslega klukkan 20:00 og munu samtökin bjóða upp á 'bjór, rauðvín, snakk og spjall um friðarmál' að eigin sögn. Í ferðinni verða líka meðlimir Mímis og Rýnisins og er Rýnisfólkið beðið um að skrá sig hér á þessari síðu.
Sjáumst öll á föstudaginn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
2.11.2009 | 17:46
Allt að gerast!
Þá er ekki seinna vænna en að taka föstudaginn 6. nóvember frá fyrir vísindaferð! Að þessu sinni er förinni heitið á Landnámssýninguna (Reykjavík 871+-2) í Aðalstræti 16. Sýningin er á neðri hæð, fyrir neðan Hótel Centrum, ská á móti Hjálpræðishernum. Mæting er kl. 18:00, við höfum pláss fyrir 25 og skráning byrjar hér á síðunni núna!
Á fimmtudaginn (5. nóv) verður Ritvélin, félag nemenda í ritlist, svo með bjórkvöld á Næsta Bar þar sem veitt verða verðlaun fyrir leirburðarkeppnina sem fór svo glæsilega fram í seinustu viku! Sömu tilboð verða á barnum og seinast og um að gera að fjölmenna!
Það er líklegast rétt að minnast á að það verður líka vísindaferð í næstu viku svo að þið ættuð öll að taka föstudaginn 13. nóvember líka frá! Skráning í hana er samt ekki fyrren eftir helgi, nánari upplýsingar koma þá.
Torfhildur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
28.10.2009 | 10:55
Leirburður
Á morgun, 29. október, mun fara fram Leirburðarkvöld Torfhildar og Ritvélarinnar, félags ritlistarnema. Þar mun fara fram leirburðarkeppni, en enginn annar en Sigurður Pálsson hefur tekið að sér að vera dómari og mun velja lélegasta ljóðið. Keppnin verður haldin á Næsta Bar (Ingólfsstræti 1a) og byrjar klukkan 20:00.
Ljóðin mega vera samin á staðnum, eða fyrir keppnina. Fólk flytur þau og afhendir dómara þau síðan á pappír. Leirburður er í stuttu máli lélegt ljóð eða ljóð þar sem reglur um rím, stuðla, hrynjandi og þess háttar sem almennt er notað í ljóðlist er ekki sleppt heldur gert illa, t.d. með ofstuðlun eða rímfalli. Einnig er hægt að nota vont eða lélegt myndmál eða hafa umfjöllunarefnið á einhvern hátt lélegt, ófrumlegt, óviðeigandi eða klisjukennt. Rétt eins og í ljóðlist er ekkert eitt rétt en lykilatriði sem greinir á milli leirburðar og bulls er það að lesandi verður að finnast ljóðið hræðilegt, en trúa því samt að eihver hafi samið það í fúlustu alvöru.
Tilboð á barnum er eftirfarandi:
- Bjór 550.-
- Guinness 650.-
- Bjór & skot 1000.-
- Kokteilar og einfaldur í gos 850.-
- Skot 500.-
Það má finna þennan viðburð á Facebook (http://www.facebook.com/event.php?eid=317111430331&index=1), sem og Torfhildi(http://www.facebook.com/group.php?gid=265048225136&ref=ts), þeir sem ekki eru búnir að ganga í Torfhildarhópinn endilega gerið það sem fyrst, allt sem kemur hingað kemur þangað líka!
Sjáumst á morgun!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2009 | 23:33
Októberfest!
Þá er komið að Októberfest, og ætlar Torfhildur að sjálfsögðu að mæta! Það verður fyrirpartý á föstudaginn (9. okt) þar sem Torfhildur mun sjá fyrir pizzum og búsi, mæting er á Norðurstíg 3, 101 Reykjavík, sem er heima hjá Sögu, kl. 17:00! Svo skundum við öll saman niðrí skóla í aðalpartýið um kvöldið!
Okkur þætti vænt um að þeir sem sjá fram á að mæta láti vita í kommentunum svo við getum áætlað magn veitinga!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
30.9.2009 | 12:25
Vísindaferð!
Jæja, þá er loksins komið að því, Torfhildur fer í sína fyrstu vísindaferð næstkomandi föstudag (2. október)!
Við ætlum að skella okkur í Forlagið, sem er til húsa að Bræðraborgarstíg 7 og byrja herlegheitin klukkan 18:00. Það er pláss fyrir 25 manns, skráning fer fram í kommentunum á þessari síðu, og byrjar núna!
Viðbót: Núna er bara eitt pláss eftir (kl. 18, fimmtudag), en ef einhverjir sem komast ekki í vísindaferðina vilja hitta á okkur eftir hana þá ætlum við að flykkjast á Zimsen þar sem bjór og skot eru á 400 kr. fyrir félagsmenn í Torfhildi!
-Torfhildur
Bloggar | Breytt 1.10.2009 kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)