23.9.2010 | 01:21
Torfhildur
Nú í byrjun annar er tilvalið að skrá sig í nemendafélagið. Að vera í nemendafélaginu veitir ákveðin fríðindi. Ekki bara vísindaferðir heldur líka:
20%afsláttur á Tapas barnum sunnudaga-fimmtudaga.
13%afsláttur á Serrano
25%afsláttur á Deli
20%afsláttur á Prikinu
10%afsláttur hjá Thai-Reykjavík.
Að skrá sig í nemendafélagið er ekkert mál. Greiðið einfaldlega inn á reikning Torfhildar í gegnum heimabankann, eða hvaða banka sem þið kjósið. Félagsgjöldin eru 2.500 krónur. Kennitala:551092-2089 og reikningsnúmer: 0323-26-551092. Við látum ykkur síðan hafa skírteinin ykkar sem veita ykkur öll ykkar fríðindi. Við hvetjum fólk til að skrá sig sem fyrst því eftir 15.október hækka félagsgjöldin í 3.500 krónur.
Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig til að skemmta sér vel í allan vetur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2010 | 13:18
Vísindaferð!
Sælinú!
Nú er komið að okkar fyrstu vísindaferð á þessari önn. Morgunblaðið ætlar að taka á móti okkur föstudaginn 17. september. Boðið verður uppá frían bjór og gos. Fólk er vinsamlega beðið að mæta stundvíslega klukkan 17:00 í Hádegismóa 2. Þetta verður mikið fjör! Eins og áður er skráning hér á blogginu og það eru 30 sæti í boði!
Svo viljum við minna á þá sem voru að gerast félagar í Torfhildi að greiða félagsgjöldin sem eru 2.500 krónur. Kennitala: 551092-2089 og reikningsnúmer: 0323-26-551092. Hvetjum alla til að skrá sig í nemendafélagið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
30.8.2010 | 10:29
Bjórkvöld
Heil og sæl!
Nú er ný önn hafin og af því tilefni ætlar Torfhildur að efna til Bjórkvölds. Umrætt Bjórkvöld verður haldið á Kaffi Zimsen næstkomandi fimmtudag (2. sept) kl. 20:00! Bjór, ópal- og tópasskot er allt á 500 kall! Tilvalið fyrir nýnema að mæta og kynnast starfi og félögum Torfhildar og kjörið tækifæri fyrir aðra félaga Torfhildar að mæta og hitta gamla og nýja vini!
Vonumst til að sjá sem flesta!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2010 | 21:44
Lokahóf og kosningar Torfhildar
Núna eru prófin búin hjá okkur og við gerum okkur tilbúin fyrir sumarið svo það er um að gera að halda eitt lokahóf. Í þessu teiti verður einnig kosin ný stjórn í Torfhildi. Lokahófið verður haldið að Tómasarhaga 22 klukkan 21 á laugardaginn 22. maí. Gestir eru vinsamlega beðnir um að mæta með sitt eigið áfengi.
Það verður kosið í eftirfarandi nefndir:
Formaður
Ritari
Gjaldkeri
Meðstjórnandi
Þeir sem vilja bjóða sig fram í stjórn er beðin um að senda tölvupóst til Ingólfs á þetta netfang: inh15@hi.is
Vonumst til að sjá sem flesta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2010 | 12:58
Vísindaferð!!
Á föstudaginn 26. mars er okkur boðið í vísindaferð hjá Landsvirkjun. Vísindaferðin byrjar klukkan 17 og er til 19 og eins og síðast biðjum við fólk um að mæta stundvíslega því þau loka húsinu klukkan 17. Þetta er staðsett að Háaleitisbraut 68. Það er boðið upp á flottar veitingar eins gos, bjór og samlokur. Vonumst til að sjá sem flesta!!
Það eru 40 sæti í boði.
Skráning fer fram í athugasemdunum en skráningu lýkur klukkan 11 um morguninn á fimmtudaginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
9.3.2010 | 15:56
Vísindaferð í Ölgerðina
Sæl.
Á föstudaginn er vísindaferð í Ölgerðina!! Þau eru til húsa að Grjóthálsi 7-11 og er gengið inn um aðalinnganginn í nýja húsinu. Við biðjum fólk á að mæta stundvíslega klukkan 17 eða kannski aðeins fyrr þar sem húsinu er lokað rétt eftir 17.
Skráning fer fram í athugasemdunum.
Vonumst til að sjá sem flesta!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
4.3.2010 | 15:16
ÁRSHÁTÍÐ TORFHILDAR!!
Jæja þá er komið að því!!
Föstudaginn 19. mars verður haldin árshátíð á Hótel Sögu. Fyrst verður haldið fyrirpartý heima hjá Héðni að Heiðargerði 2 (grænt timburhús með hvítu þaki). Þar sem við bjóðum upp á mojitos!!! Fyrirpartýið byrjar klukkan 18 og verður svo haldið til Hótel Sögu um sjöleytið. Borðahald er klukkan 19:30 og ballið byrjar klukkan 23. Þar sem við munum skemmta okkur með öðrum nemendafélögu (Artíma, Fiskurinn, Flog, Fróði, Homo, Kuml, Mentor, Mímir og Norm).
Miðasala byrjar mánudaginn 8. mars klukkan 11:40 og við verðum þar til sirka 13 á Árnagarði í kjallaranum.Við verðum þar aftur sama tíma þriðjudags. Á miðvikudaginn 10. mars verðum við á sama stað frá 10 til 11:30. Það kostar 5000 krónur fyrir skráða meðlimi Torfhildar en 6000 krónur fyrir aðra. Við bjóðum líka upp á miða sem gilda bara fyrir ballið og það kostar 1500 krónur. Það er líka hægt að leggja pening inn á reikning okkar fyrir miðanum. Kennitalan er 5510922089 og reikingsnúmerið er 0323-26-551092.
Matseðill:
Forréttir
Hægeldaður lax með mangó salsa
Appelsínu marineraður skelfiskur
Salat með grilluðum ananas og engiferdressingu
Kjúklingastrimlar í saté sósu
Nautaþynnur á klettasalati
Aðalréttir
Kryddjurta marinerað lambalæri
Salvíukryddaðar kalkúnabringur
Kartöflugratín
Sykurbrúnaðar kartöflur
Fersk grænmetisblanda
Rauðvínssósa
Ábætisréttir
Ávaxtabakki
Kaka
Ís og tvær tegundir af sósum
Við í Torfhildi munum sjá um vín með matnum.
Hljómsveitin Douglas Wilson mun svo skemmta liðinu fram til 2 um nóttina.
Ekki láta ykkur vanta á þennan atburð því hann er einfaldlega ómissandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2010 | 13:13
Vísindaferð!!!
Sæl öll.
Núna á föstudaginn 26. febrúar verður vísindaferð í Vodafone!! Okkur býðst ásamt öðrum að drekka bjór og skemmta okkur. Þetta er til húsa að Skútuvogi 2 og byrjar klukkan 18. Vonumst til að sjá ykkur þar hress og kát með bros á vör!!
Það er sæti fyrir 20 manns og skráning byrjar núna!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
11.2.2010 | 16:28
Tímarit Íslensku- og menningardeildar
Ágætu nemendur í bókmenntafræði.
Í vor stendur til að gefa út Tímarit Íslensku- og menningardeildar og
vantar okkur greinar frá nemendum í bókmenntafræði til að birta þar. Efnið
er frjálst svo lengi sem það snertir deildina á einn eða annan hátt.
Greinin skal ekki vera lengri en 3500 orð og er skilafrestur 15. mars.
Okkur vantar einnig nafn á tímaritið en skilafrestur að tillögu um það
rennur út næstkomandi miðvikudag 17. feb. Það skal tekið fram að verðlaun
eru í boði.
Áhugasamir eru beðnir að hafa samband í gegnum vefpóstinn hea6@hi.is hvort
sem það varðar greinaskrif eða uppástungur að nafni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2010 | 12:49
Leirburðarkvöld
Á fimmtudaginn verður haldin leirburðarkeppni með ritlistinni. Hver sem er getur tekið þátt og skrifað sitt versta ljóð. Keppnin verður á ensku svo um að gera að skrifa sitt versta á útlensku. Keppnin verður haldin á Næsta Bar klukkan 20.
Vonumst til að sjá sem flesta!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)