11.1.2011 | 14:00
Afsláttur á hraðlestrarnámskeið
Fólk í nemendafélagi Torfhildar eru nú með afslátt á hraðlestrarnámskeiði hjá Hraðlestrarskólanum. Það kostar 28500 kr. fyrir félagsmenn Torfhildar en þið fáið 5000 kr afslátt ef þið sækið um fyrir 15. janúar.
Það eina sem félagsmenn þurfa að gera er að smella Torfhildur í afsláttarreit við skráningu og þá festið þið ykkur betra verð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2011 | 13:53
Tilboð á sýningar í Tjarnarbíó
Okkur hjá Tjarnarbíó langar til að veita nemendum Háskólans tilboð á eftir farandi sýningar
sem verða á dagskrá hjá okkur í janúar.
MOJITO íslenskt leikrit eftir Jón
Atla Jónasson.
Sýningar 7, 15, 22,
29.janúar kl. 20.00
Almennt miðaverð 2.900 kr
Miðaverð fyrir námsmenn 2.000 kr
Nánar um
viðburðinn: http://www.tjarnarbio.is/?id=95
SÚLDARSKER nýtt íslenskt leikrit eftir Sölku
Guðmundsdóttur
Frumsýnt 14.janúar
(Uppselt)
Sýningar 16 (uppselt), 21, 23. janúar kl.
20.00
Almennt miðaverð 2.900 kr
Miðaverð
fyrir námsmenn 2.000 kr
Nánar um
viðburðinn: http://www.tjarnarbio.is/?id=322
SÍÐASTI DAGUR SVEINS SKOTTA ljóðleikur eða
söngdans þar sem jafngild eru leiklist, tónlist og
dans.
Sýningar 27, 28. janúar kl 20.00
Almennt miðaverð 2.500 kr
Miðaverð fyrir
námsmenn 2.000 kr
Nánar um viðburðinn: http://www.tjarnarbio.is/?id=324
Nemendur verða að kaupa miða í gegnum
miðasölu Tjarnarbíó til að nýta
sér tilboðið. Miðasala Tjarnarbíó er opin
alla virka daga frá 13-15 og klukkutíma fyrir
viðburði.
S. 5272100
Einnig er hægt að senda
miðapantanir á netfangið midasala@tjarnarbio.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2010 | 16:54
Próflokapartý!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2010 | 16:30
Jólabókaupplestur
Núna á föstudagskvöldið, klukkan 8, munu Mímir, Ritvélin og Torfhildur í samvinnu við Forlagið standa fyrir hinum árlega jólabókaupplestri.
Við ætlum að hafa það soldið huggulegt með smákökum, gosi og örlítið sterkari veigum á meðan við hlustum á brot úr verkum eftirtalinna höfunda:
*Kári Tulinius les upp úr bók sinni, Píslarvottar án hæfileika;
*Kristín Eiríksdóttir les upp úr nýútkomnu smásagnasafni sínu, Doris deyr;
*Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir les upp úr bók sinni, Stolnar raddir, sem er hennar fyrsta útgefna skáldsaga.
*Auk þess sem innanhúsfólk mun lesa upp úr sínum verkum
Hlökkum til að sjá ykkur í jólabókastemmingu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2010 | 18:55
Réttarhöldin eftir Kafka
Stúdentaleikhúsið frumsýnir Réttarhöldin eftir Franz Kafka þann 13. nóvember nk. Réttarhöldin
er ein þekktasta bók Kafka og því eflaust áhugavert fyrir tilvonandi
bókmenntafræðinga að sjá þetta verk.
Stúdentaleikhúsið er með hóptilboð ef 8 eða fleiri koma saman þá kostar miðinn 1500 krónur á mann í staðinn fyrir 2200 kr.
Sýningadagar og frekari upplýsingar finnast á www.studentaleikhusid.is.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2010 | 14:57
Vísindaferð í Ring
Jæja!
Nú er komið að vísindaferð í Ring. Föstudaginn 12. nóvember kl. 17:00 munum við hittast í húsakynnum Ring í Ármúla 25. Þar verða léttar veitingar bæði í föstu og fljótandi formi! Skráning hér í kommentum að neðan eins og alltaf og við höfum 30 pláss! :)
Hlökkum til að sjá öll ykkar fríðu fés á föstudaginn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
25.10.2010 | 14:16
Vísindaferð!
Næsta föstudag ætlum við að kíkja til sjálfstæðismanna í Valhöll. Mæta skal stundvíslega kl. 17:30 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Þar verður boðið upp á bjór og snakk. 30 sæti laus og skráning hér í athugasemdum hér fyrir neðan.
Vonumst til að sjá sem flesta í góðu skapi á föstudaginn!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
15.10.2010 | 14:52
15. október
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2010 | 21:33
Vinkill.is: Nýr vettvangur fyrir menningarumræðu
Eins og allir bókmenntafræðinemar vita þá er alvarlegri menningarumræðu sárlega ábótavant í íslensku samfélagi. Nú hefur hins vegar bæst í smáan hóp íslenskra menningarrita. Vinkill.is er nýtt vefrit sem mun gera hvers kyns menningarmál að umfjöllunarefni sínu. Félagar okkar og vinir úr grunnáminu standa meðal annars að síðunni og er því ekki seinna vænna en að við dembum okkur út í djúpu laugina og vöðum aðeins uppi á opinberum vettvangi, í stað þess að halda okkur bara við partý eftir vísindaferðir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2010 | 16:26
Vísindaferð!!
Nú er vísindaferð á föstudaginn. Við ætlum að fara í Landsvirkjun. Mæting stundvíslega klukkan 17:00, Háaleitisbraut 68 (Austurver). Veitingar og veigar í boði! Skráning er í kommentum hér fyrir neðan líkt og vanalega. Skráningu lýkur á hádegi á miðvikudaginn. Ef fólk ætlar að koma með gest verður að taka það fram í kommentinu.
Vil minna fólk á að borga í nemendafélag. Það er gaman að vera í Torfhildi! Upplýsingar hér fyrir neðan. Félagsgjöldin hækka eftir 15. okt!
Vonumst til að sjá sem flesta á föstudaginn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)