19.2.2012 | 09:37
Ný vefsíða Torfhildar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2011 | 19:58
Kosningapartý!!!
Sæl öll. Núna þegar prófin eru búin og (vonandi) allar einkunnir komnar í hús þá er tilvalið að halda kosningar/partý. Þær stöður sem í boði eru: Formaður Ritari Gjaldkeri Skemmtunarstjóri Kosningarnar verða haldnar 3. júní klukkan 21 heima hjá Grétu á Birkimel 8. Ég vil einnig biðja þá sem hafa áhuga á að bjóða sig fram að senda Emblu tölvupóst og netfangið hennar er eyt3@hi.is fyrir hádegi á fimmtudaginn 2. júní. Við mælum með að þið komið með rosalega mikið áfengi og nóg af góða skapinu!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2011 | 22:57
Próflokadjamm!
Nú er komið að langþráðu próflokadjammi eftir langa og strangaprófatíð! Öllum er farið að langa í bjór og því upplagt að við höldum próflokapartý heima hjá Grétu, föstudaginn 13. maí. Gleðin hefst kl. 20:00 á Birkimel 8. Háskóli Íslands verður svo með sér próflokadjamm í miðbænum áSódómu, Vestur og Zimsen. Við ætlum að dreifa armböndum í partýinu og fólk verður að skrá sig hér að neðan til að fá armband.
PróflokafögnuðurStúdentaráðs Í boði RING!
Í ár ætla Stúdentaráð og RING að bjóða stúdentum Háskóla Íslands FRÍTT upp á ógleymanleg próflok. Hátíðin verður haldin á nokkrum stöðum í miðbæ Reykjavíkur föstudaginn 13.maí og allt mun flæða í ódýrum bjór og skotum út nóttina. Jafnframt munu Landsbankinn og Félagsstofnun Stúdenta bjóða nemendum HÍ upp á flotta tónleika á Sódóma, en einnig er Orkusalan styrktaraðili aðhátíðinni. Armböndin eru nauðsynleg til að komast inn á staðina, því þeir sem eru ekki skráðir í Háskóla Íslands þurfa að greiða 1000kr. við inngang.
Dagskrá:
*Sódóma:*
Tónleikarí boði Landsbankans og FS: DJ Gsól hitar upp frá kl.22:30 Bloodgroup DJ-set mun stíga á svið á miðnætti
ÚltraMega Techno bandið Stefán munu svo trylla lýðinn kl.01:30
DJMatti lokar svo kvöldinu í boði Sódóma
Tilboðá barnum: Bjór = 400kr. Skot = 350-450kr.
*Vestur: * DJ og Tilboð á barnum: Bjór = 500kr. Skot = 500kr.
*Zimsen:* DJ ogTilboð á barnum: Bjór og skot = 1000kr.
Vonumst til að sjá alla hressa á föstudaginn til að djamma inn í sumarið!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.3.2011 | 12:53
Leirburðarkeppni á Faktorý
Góður texti er fyrir löngu orðinn að útjaskaðri klisju. Leirburður er hinsvegar stórlega vanmetinn. Allir segjast geta skrifað illa en einungis örfáir eru gæddir náðargáfunni í raun og veru.
Skáldræflar! nú er tækifærið: hversu vel getið þið skrifað lélegan texta? Við dæmum eftir nokkrum flokkum:
...
Bundið mál
Óbundið mál
Hópljóð og ljóðgjörningar
Ofstuðlun, lélegt rím, vitlaus hrynjandi, formgallar, og misnotað, ofnotað eða misheppnað myndmál nauðsynlegt.
Ljóðin mega ýmist vera samin á staðnum eða fyrirfram. Óþarfi að skrá sig, bara að mæta á Faktorý kl. 20 og yrkja. Allir velkomnir og vinir, vandamenn og fjarskyldir líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2011 | 17:36
Vísindaferð til Vinstri Grænna!
Nú er komið að því að við heimsækjum vinstri hreyfinguna grænt framboð. Okkur er boðið til þeirra á Suðurgötu 3 á föstudaginn 25. mars, stundvíslega kl. 17:00! Þar verður boðið upp á bjór og almenna gleði. Sem fyrr er skráning í athugasemdum hér að neðan.
Hlökkum til að sjá ykkur fersk og hress og sem flest á föstudaginn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
15.3.2011 | 13:36
Vísindaferð í Skjá Einn!
Nú er komið að vísindaferð í Skjá Einn! Við ætlum að heimsækja þau á fimmtudaginn 17. mars. Mæting er í Skipholti 31, tímanlega kl. 15:15!! Þar fáum við einhverjar veitingar, bjór, vín og gleði. Svo fylgjumst við með upptöku á skemmtiþættinu Ha? kl. 16:30-17:30. Eins og vanalega er skráning hér í athugasemdum fyrir neðan. Gaman, gaman!
Hlökkum til að sjá sem flesta!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.2.2011 | 11:27
Árshátíð 2011!
Nú er komið að árshátíðinni okkar. Hún verður haldin þann 4. mars í Safnaðarheimili Fríkirkjunnar. Hátíðin hefst kl. 19:00 og Torfhildur mun bjóða upp á fordrykk. Verðið á árshátíðina er 5000 kr. fyrir félagsmenn og 6000 kr. fyrir aðra. Við munum vera með mætingarlista en ekki miða. Við munum selja á árshátíðina í kjallara Árnagarðs í hádeginu (11:30-12:20) á mánudaginn og miðvikudaginn. Einnig er hægt að leggja inn á reikning okkar og verður þá að fylgja með nafn og kennitala. Kennitala:551092-2089 og reikningsnúmer: 0323-26-551092.
Matseðill:
Forréttur: Humarsúpa með humarspjóti
Aðalréttur: Indverskur kjúklingur Tikka Marsala/ Ofnsteikt lambalæri, hvítlauksstungið með kryddjurtum.
Meðlæti: Ferskt blandað grænmeti með úrvali og dressingar/ Steiktar kartöflur skinnlausar í smjöri/ Hrísgrjón pilaf með grænmeti/kryddgrjón.
Eftirréttur: Frönsk súkkulaðikaka/ Ostakaka/ Súkkulaði- og appelsínu Frómas.
Við auglýsum eftir skemmtiatriðum fyrir árshátíðina! Ef þú ert skemmtilegur eða hefur skemmtilegan hæfileika hafðu þá samband við okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2011 | 13:38
Vísindaferð í Vífilfell!
Nú er komið að vísindaferð á föstudaginn 18. febrúar og Vífilfell ætlar að taka á móti okkur. Vífilfell er til húsa í Stuðlahálsi 1 í glerbyggingunni. Gengið er inn um innganginn og inn í fundarsalinn þar á móti. Mæting er stundvíslega kl. 17:00. Boðið verður upp á léttar veitingar (lesist sem áfengi og snakk). Við höfum 15 sæti til umráða. Fyrstir koma, fyrstir skrá í athugasemdum hér að neðan!
Sjáumst hress og kát á föstudaginn !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
31.1.2011 | 22:31
Vísindaferð í Forlagið!
Nú er vorönnin byrjuð og ekki seinna vænna en að komast í vísindaferð. Forlagið ætlar að taka á móti okkur, föstudaginn 4. febrúar. Forlagið er til húsa á Bræðraborgarstíg 7 og við ætlum að vera mætt þar kl. 17:00 og fólk verður að mæta tímanlega því húsinu verður lokað eftir það. Boðið verður upp á áfengi og Hallgrímur Helgason kemur í heimsókn. Skráningu lýkur á hádegi fimmtudaginn 3. febrúar. Eins og vanalega er skráning í athugasemdum hér að neðan. 25 sæti í boði!
Vonumst til að sjá sem flesta og hlökkum til að sjá ykkur öll!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)