28.10.2009 | 10:55
Leirburður
Á morgun, 29. október, mun fara fram Leirburðarkvöld Torfhildar og Ritvélarinnar, félags ritlistarnema. Þar mun fara fram leirburðarkeppni, en enginn annar en Sigurður Pálsson hefur tekið að sér að vera dómari og mun velja lélegasta ljóðið. Keppnin verður haldin á Næsta Bar (Ingólfsstræti 1a) og byrjar klukkan 20:00.
Ljóðin mega vera samin á staðnum, eða fyrir keppnina. Fólk flytur þau og afhendir dómara þau síðan á pappír. Leirburður er í stuttu máli lélegt ljóð eða ljóð þar sem reglur um rím, stuðla, hrynjandi og þess háttar sem almennt er notað í ljóðlist er ekki sleppt heldur gert illa, t.d. með ofstuðlun eða rímfalli. Einnig er hægt að nota vont eða lélegt myndmál eða hafa umfjöllunarefnið á einhvern hátt lélegt, ófrumlegt, óviðeigandi eða klisjukennt. Rétt eins og í ljóðlist er ekkert eitt rétt en lykilatriði sem greinir á milli leirburðar og bulls er það að lesandi verður að finnast ljóðið hræðilegt, en trúa því samt að eihver hafi samið það í fúlustu alvöru.
Tilboð á barnum er eftirfarandi:
- Bjór 550.-
- Guinness 650.-
- Bjór & skot 1000.-
- Kokteilar og einfaldur í gos 850.-
- Skot 500.-
Það má finna þennan viðburð á Facebook (http://www.facebook.com/event.php?eid=317111430331&index=1), sem og Torfhildi(http://www.facebook.com/group.php?gid=265048225136&ref=ts), þeir sem ekki eru búnir að ganga í Torfhildarhópinn endilega gerið það sem fyrst, allt sem kemur hingað kemur þangað líka!
Sjáumst á morgun!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.