9.9.2009 | 00:37
Bókmenntahátíð!
Eins og þið vitið líklegast öll byrjaði síðastliðinn sunnudag bókmenntahátíð í Reykjavík, þar sem margt spennandi er á dagskrá! Sjá nánar á www.bokmenntahatid.is.
Torfhildur ætlar auðvitað að taka þátt í gleðinni og stefnum við á hópferð á föstudaginn, bæði um eftirmiðdaginn í Norræna húsinu og á upplesturinn í Iðnó um kvöldið. Um daginn eru það Einar Kárason sem spyr danska rithöfundinn Ben Q. Holm kl. 14 og Gunnþórunn Guðmundsdóttir (sem allir ættu að kannast við) sem spyr Michael Ondaatje, kl. 14:30. Seinna um kvöldið, eða kl. 20:00, eru eftirfarandi rithöfundar með upplestur úr verkum sínum: Jesse Ball, Henning Ahrens, C.D. Wright, Tariq Ali og Yrsa Sigurðardóttir. Nánari upplýsingar um þessa höfunda má einnig finna á heimasíðu bókmenntahátíðarinnar.
Eftir upplesturinn er svo planið að fjölmenna á Kaffi Zimsen við Hafnarstræti þar sem Torfhildarmeðlimum býðst ölið á snarlega góðum prís. Það verður auðvitað hægt að gerast meðlimur í Torfhildi á staðnum.
Svo viljum við hvetja alla til að mæta á eins marga viðburði bókmenntahátíðarinnar og ykkur mögulegt er, þetta er allt svo skemmtilegt!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.