Hugvísindaþing!

Við viljum vekja athygli bókmenntafræðinema á hinu árlega Hugvísindaþingi
sem verður haldið 13. og 14. mars í Aðalbyggingu Háskólans. Nánari
upplýsingar um þingið er að finna á vef Hugvísindastofnunar
http://www.hugvis.hi.is/page/hugvis_thing2009_Dagskra

Mörg erindi ættu að vera á ykkar áhugasviði og viljum við nefna nokkrar
málstofur í því sambandi:

Akkerum varpað í Karíbahafi. Bókmenntir og menning
14. mars kl. 15.00-17.00
Í þessari málstofu fjalla fjórir fyrirlesarar um menningu og bókmenntir í
Karíbahafi, þar sem margbrotin blanda þjóða og menningar hefur í senn skapað
átök og sköpunarkraft.

Bókmenntahlaðborð
14. mars kl. 13.00-14.30 og 15.00-16.30
Í þessari málstofu verða fluttir sex fyrirlestrar um bókmenntir og menningu.
Þrír þeirra eiga það sameiginlegt að tengjast Ítalíu, hver með sínum hætti.
Í síðari hluta málstofunnar er boðið upp á þrjá fyrirlestra um bókmenntir.

Grímur Thomsen og Fjölnismenn
14. mars kl. 10.30-12.00
Í málstofunni verða haldin þrjú erindi um Grím Thomsen og Fjölnismenn.

Handritin hafa orðið.
Menning og miðlun hins skrifaða orðs frá síðmiðöldum og fram á 19. öld
14. mars kl. 13.00-14.30 og 15.00-16.30
Í málstofunni verður fjallað um handrit og handritasamfélagið frá ýmsum
hliðum og ólíkum tímum.

"Hvatt að rúnum".
Málþing um ritverk Álfrúnar Gunnlaugsdóttur
14. mars kl. 13.00-14.30 og 15.00-17.00
Álfrún Gunnlaugsdóttir prófessor í almennri bókmenntafræði og rithöfundur
varð sjötug á síðasta ári. Af því tilefni bjóða bókmenntafræðingar innan
Háskólans og utan til málþings um ritverk hennar og rannsóknir.

"Íþrótt vammi firrð". Málstofa um bragfræði
13. mars kl. 15.00-17.00 og fram haldið 14. mars kl. 13.00-14.30
Í þessari málstofu koma saman fræðimenn sem hafa áhuga á formþáttum
kveðskapar og aðferðum við greiningu þeirra.

Knattleikir og bókmenntir
14. mars kl. 10.00-12.00
Þessari málstofu er ætlað að sýna að íþróttir, og sérstaklega í þessu
tilfelli knattleikir, geta verið mjög athyglisvert viðfangsefni í ýmiss
konar bókmenntum og öðrum listformum, bæði í fornöld og í nútímanum.

Myndir og orð
13. mars kl. 15.00-17.00
Í þessari málstofu verða könnuð mörk mynda og orða frá ýmsum sjónarhornum.
Rætt verður um kennslu í myndlæsi, um texta og kvikmyndir, þ. á m.
kvikmyndaþýðingar og myndir í ljóðum.

Snákar, bjöllur og heilagir menn: minni í miðaldabókmenntum
13. mars kl. 15.00-17.00
Í málstofunni verða flutt fjögur erindi um minni í miðaldabókmenntum.

Thor í tímans straumi
13. mars kl. 15.00-16.30
Ólíkar hliðar á verkum Thors Vilhjálmssonar verða í brennidepli á þessari
málstofu, og mun athyglin meðal annars beinast að skáldsögum hans,
ferðabókum og ritgerðasöfnum.

Unglingabækur - bækur fyrir hverja?
14. mars kl. 10.30-12.00
Í þessari málstofu verður fjallað um nýjar og nýlegar unglingabækur.

Einnig vekjum við sérstaka athygli á tveimur málstofum um kreppu og velferð
og hlutverk hugvísindamanna ísamfélagsumræðu.

Hlutverk hugvísindamanna í samfélagsumræðu
13. mars kl. 13.00-14.30 í stofu 101 í Lögbergi

Málshefjandi: Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki
Pallborðsumræður.
Þátttakendur:

Guðni Elísson, dósent í bókmenntafræði
Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði
Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði
Hólmfríður Garðarsdóttir, dósent í spænsku

Salvör Nordal stýrir umræðum

Velferð og kreppa
Málstofa Ritsins
13. mars kl. 15.00-16.30
Eins og undanfarin ár býður Ritið upp á málstofu á Hugvísindaþingi um
málefni sem brennur á samtímanum. Árið 2007 var fjallað um innflytjendur,
árið 2008 um hlýnun jarðar og í ár er einboðið að fjalla um kreppu.
Fyrirlesarar eru af ólíkum sviðum hugvísinda: guðfræði, hagsögu og
heimspeki. Stefnt er að því að gefa út þemahefti Ritsins um sama efni.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.