15.2.2009 | 15:18
Árshátíð 7. mars
Þann 7. mars næstkomandi mun Torfhildur, félag bókmenntafræðinema, halda árshátíð á Hótel Sögu, ásamt níu öðrum nemendafélögum í HÍ.
Árshátíðin hefst með glæsilegu hlaðborði þar sem hvert nemendafélag verður út af fyrir sig.
Húsið opnar kl 19:00 og borðhald hefst kl 19:45. Matseðilinn má sjá hér að neðan. Torfhildur mun að öllum líkindum bjóða upp á fordrykk síðdegis áður en haldið verður á Hótel Sögu, nánar auglýst síðar.
Eftir borðhald og skemmtilegheit sameinast félögin 10 á dansgólfið í Súlnasal þar sem sveitaballahljómsveitin Hitakútur mun leika fyrir dansi fram á rauða nótt.
Miðaverð er aðeins 4500 kr fyrir meðlimi Torfhildar og 5500 kr fyrir aðra. Þess má geta að skráðir félagsmenn í Rýninum, félagi kvikmyndafræðinema, geta keypt miða á 4500 kr hjá Torfhildi.
Því miður búum við ekki svo vel að hafa posa svo nauðsynlegt er að greiða með reiðufé eða millifæra inn á reikning. Við minnum á hraðbanka á Háskólatorgi.
Matseðill
Forréttir
Appelsínu marineraður skelfiskur
Basil og engifer marineruð bleikja
Salat með grilluðum ananas og engiferdressingu
Kjúklingastrimlar í sate sósu
Túnfiskur í maki með sesamfræjum
Nautaþynnur á klettasalati
Aðalréttir
Kryddjurta marinerað lambalæri
Ferskasti fiskur dagsins á grænmetis risotto
Kartöflugratín
Fersk grænmetisblanda
Rauðvínssósa
Ábætisréttir
Desert kökur
Heimalagaður ís
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.