Jólabókakvöld!

Næsta föstudag, 21. nóvember, heldur Mímir (félag íslenskunema), í samstarfi við Torfhildi og Artimu, upplestrarkvöld jólabóka. Þrír höfundar munu lesa upp úr nýjum verkum sínum, þau Ármann Jakobsson, Auður Jónsdóttir og Hallgrímur Helgason en auk þeirra munu tvö innanhússkáld lesa upp, nemendur úr íslensku og bókmenntafræði. Upplesturinn fer fram í stofu 201 í Árnagarði og hefst kl. 20:00. Eftir upplesturinn verður boðið upp á heitt kakó, kaffi, piparkökur, rautt og hvítt osfrv. Öllum er velkomið að koma með vini og maka með sér og vonandi mun skapast skemmtileg jóla- og bókastemmning.

Torfhildur hvetur alla bókelskandi bókmennafræðinema til að mæta og taka vini sína með!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband