Októberfest

Torfhildur ætlar að hita upp fyrir októberfest á föstudaginn! Hittumst heima hjá Héðni, Heiðargerði 2 (grænt hús með hvítu þaki) kl 6. Þar býður Torfhildur upp á íslenskt öl og svo förum við öll saman á Októberfestið og drekkum það þýska.

Miðasala á festið er svo hafin í Háskólatorgi.

Armband fyrir fimmtudag og föstudag kostar 1500 kall og einn góður fylgir. Armband fyrir fimmtudag, föstudag og laugardag kostar 2500 kall og tveir bjórar fylgja. Stakur miði inn á fimmtudag og föstudag kostar 1000 kall í hurðinni.

ATH! Þar sem hvimleið röð hefur ávallt skapast í kringum inngang Októberfest-tjaldsins og margur stúdentinn hefur bókstaflega rignt niður í forina í þeirri bið höfum ákveðið að vera með forsölu á Októberfest og því hvetjum við stúdenta til að nýta sér það og sleppa við óþægindin.

Allir velkomnir, hlökkum til að sjá ykkur!

kveðja, Torfhildur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband