2.9.2008 | 23:05
Nýtt skólaár!
Kæru samnemendur! Nú er skólaárið hafið og tími kominn fyrir Torfhildi að vakna úr sumardvalanum. Fyrsti atburður annarinnar verður nýnemakvöld á English Pub í Austurstræti fimmtudagskvöldið 4. september kl. 21:00. Þar verða nýjir sem gamlir nemendur boðnir velkomnir og nemendaskírteini til sölu. Nemendaskírteinin munu kosta 2000 kr og gegn þeim verður tilboð á barinn sem og ýmis fríðindi og forgangur í vísindaferðir í vetur.
Næstkomandi föstudag, 5. september, verður Torfhildur stödd á Háskólatorginu milli kl 16 og 18. Hún mun vera kyrfilega merkt í grennd við barinn að selja nemendaskírteini og sötra af Hámubarnum. Við hvetjum áhugasama að koma við.
Torfhildur leitar einnig að orkuríkum dugnaðarforkum til að gegna stöðum auglýsingastjóra, nýnemafulltrúa og í ritnefnd. Öllum áhugasömum er bent á að hafa samband við Kjartan Yngva, formann Torfhildar, á kjartanyb@gmail.com eða á nýnemakvöldinu.
Endilega mætið á English Pub á fimmtudagskvöldið, gerist vinir Torfhildar, sötrið ódýran mjöð og kynnist samnemendum ykkar!
Bestu kveðjur, Torfhildur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.