16.4.2008 | 00:06
Partý og aðalfundur!
Í partýinu ætlar Torfhildur að halda stuttan aðalfund og kjósa í stjórn fyrir skólaárið 2008-2009.
Kosið verður í eftirfarandi stöður:
-Formaður
-Ritari / varaformaður
-Gjaldkeri
-Ritstjóri Torfhildar
-Skorarfulltrúi
-Deildarfulltrúi
-Skemmtanastjóri
Þeir sem eru áhugasamir um að leggja hönd á plóg næsta ár og bjóða sig fram er vinsamlegast bent á að hafa samband við Hjördísi Öldu Hreiðarsdóttur í hah27@hi.is. Einnig er hægt að bjóða sig fram á sjálfum fundinum.
Semsagt; BÓKÓPARTÝ á laugardaginn kl. 20! Þetta verður líklegast seinasti viðburður Torfhildar að sinni svo við hvetjum ykkur öll til að rífa nefin upp úr skólabókunum eina kvöldstund og ganga varlega inn um gleðidyr Arndísar.
Torfhildur!
Athugasemdir
Ég skrái mig hér með í súpu. Æðislegt framtak!
Guðrún Hulda
Guðrún Hulda (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 10:11
Ich komme!
-hilo
Hildur Lofts (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 12:05
Kúnstin er auðvitað ekki að ganga varlega um gleðinnar dyr heldur að hlaupa án þess að klessa á!
Skemmtið ykkur vel litlu lestrarhestar.
Bergrún Íris Sævarsdóttir, 16.4.2008 kl. 12:10
Ef summan af fjórum og sjö er ellefu þá vil ég láta vita að ég kem.
Gerður (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 12:20
Ég mæti í súpu! Og fyllerí!
Diddi (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 12:37
Fjórtán og sex eru tuttugu og ég mæti í súpu og gaman! :D
Hjördís Alda (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 13:31
Súpa já takk. Ég mæti galvaskur
Atli Ant (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 14:09
Ég mæti og gjarnan til í súpu.
Héðinn (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 14:59
Ég kemst því miður ekki í súpu en ég mæti galvaskur í teitið seinna um kvöldið!
Atli Sig (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 17:21
Helllósa
Þó svo að ég hafi þurft að hverfa frá ritlistinni vegna anna þá mæti ég í partíin :o) Gera má því ráð fyrir mio í súpu og alles. Hlakka til að sjá alla, vona að sem flestir komist.
Knúsó
Ingibjörg
Ingibjörg Reynisdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 18:27
ég kem
Ragnheiður Clausen (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 15:05
Jájájá jamm, suppe namm namm. Vinn eins og hestur að bókmenntasöguritgerð...verð að klára hana í dag og á morgun og kem í partíið með góða samvisku og tóman maga sem ég fylli af ilmandi súpu og glitrandi víni mmmmm
Bergþóra Einarsdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 13:08
Kjartan Yngvi mætir líka í súpu! :)
Ég óska enn eftir hugsanlegum framboðum í stjórn Torfhildar skólaárið 2008-2009, sendið endilega línu á hah27@hi.is ef þið hafið huga á slíku.
Hjördís Alda (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 14:55
jamm, geri fastlega ráð fyrir að mæta. Takk júfan.
helga rakel
Helga Rakel Rafnsdottir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 00:11
Takk fyrir gott boð, en ég á því miður ekki heimangengt ... góða skemmtun!
Bestu kveðjur,
Bjarni Jonsson (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.