3.4.2008 | 11:05
Hugvísindaþing
Sæl öll!
Torfhildur vill hvetja nemendur til að kynna sér dagskrá Hugvísindaþings sem fer nú fram 4. og 5. apríl. Hugvísindaþing er árlegur viðburður þar sem stefnt er saman helstu fræðimönnum okkar á sviði hugvísinda.
"Boðið verður upp á fjölbreytta fyrirlestra á sviði hugvísinda. Meðal annars verður fjallað um íslenskar nútímabókmenntir, bókmenntasögu, erlendar bókmenntir og Sturlungu. Fjölmörg erindi verða um íslenskt mál að fornu og nýju - beygingar, Biblíuna, nafngjafir, stafsetningu, nám erlendra mála og fræðigreinina sem fæst við nám annars máls, táknmál og fjölmenn málstofa mun flétta saman þræði rannsóknarverkefnisins Tilbrigði í setningagerð. Fyrirlestrar um heimspeki spanna allt frá efahyggju fornaldar, til íslenskra miðalda og náttúrunnar í ljósi fyrirbærafræði og austrænnan heimspeki. Þá munu sagnfræðingar bjóða upp á hlaðborð og á vegum guðfræðinga verður málstofan Trú, menning og samfélag. Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar, stendur fyrir málstofu um hlýnun jarðar. "
Dagskrá þingsins má finna á eftirfarandi slóð: http://www.hugvis.hi.is/page/hugvis_thing_2008
Þetta er viðburður sem nemendur Menningarskorar mega ekki láta fram hjá sér fara!
Kveðja,
Torfhildur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.