Hver vill gleðjast?

Við höfum nokkur velt fyrir okkur að hittast á Háskólatorgi (við barinn) á föstudaginn 7. mars og ætla ég því að athuga áhuga bókmenntafræðinema á hópamyndun og líflegum umræðum.

Þar sem Háskólatorg læsir dyrum sínum klukkan 20:00 á föstudögum er ágætis viðmið að mæta um 19:00 leytið, svona þegar maður er búinn að borða og sinna annarlegum erindum. Þar myndum við stunda saman létta upphitun fyrir ævintýri helgarinnar, drekka vægar veigar á ljúfu verði, og stefna svo í sameiningu á eitthvað vinalegt öldurhús og halda þar menningunni áfram.

Ég hef heyrt af slíkri hegðun hjá öðrum hópum, sem hefur tekist vel til, svo ég held að það sé ekki eftir neinu að bíða. Hvet ég menn til að tjá sig um málið og fallast á tillögu mína einum rómi.

P.S. Að fenginni reynslu bendi ég ófaglærðum á að hafa reiknivél við höndina þegar komment eru skrifuð, því gestaþrautin sem sker úr um mennsku okkar á það til að fara ærlega úr böndunum, með ótilgreindum afleiðingum tveggja stafa reikningsdæma.

 

Diddi, Héðinn, Guðrún og fleiri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pant gleðjast.

Er það bara ég eða hljómar þetta pínu dirty? 

Héðinn (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 16:00

2 identicon

Þetta er bara þú. Pervert.

Atli Sig (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 01:05

3 identicon

Mér skilst líka að það sé happy-hour á einhverjum tíma, en ég man ekki hvort það sé milli sex og sjö eða 19:00 - 20:00. Best að mæta rétt fyrir sjö til að vera viss.

Diddi (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 12:50

4 identicon

Hamingjustund í Hámu er milli kl. 16 og 18 á föstudögum. Kem ekki núna á föstudaginn, tel mig mun betur geymda í Barcelona á þeim tíma, en mæti galvösk með tafl undir armi þarnæsta flöskudag.

HamingjuGuðrún (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 13:04

5 identicon

Loksins, loksins gefst okkur tækifæri til að rísa upp úr flatneskju dagsins og eiga sér glaðan dag!

Ég mæti svo sannarlega.

Gústaf Árnmar (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband