Vísindaferðin, Partíið og Bjórinn

Eins og ykkur er öllum þegar kunnugt þá verður vísindaferð núna á föstudaginn 22. febrúar, en hér eru aðeins ítarlegri upplýsingar um þá ferð.

Mæting í vísó er klukkan 15:55 - 16:05 á Bræðraborgarstíg 9, þar sem Bókaútgáfan Bjartur er til húsa.

Þar verður gaman og fróðlegt mjög.

 

Eftir vísindaferðina verður svo partí heima hjá honum Kjartani. Farið verður beint heim til Kjassa í kjölfar vísindaferðarinnar. Þar mun Torfhildur bjóða upp á bjór!

Allir eru að sjálfsögðu velkomnir til hans Kjartans, hvort sem þeir komust í ferðina eður ei.

Heimilisfangið er Hringbraut 99 og það er eina ómerkta bjallan á staðnum sem gildir. Svo getið þið líka hringt ef þið lendið í vandræðum með að finna staðinn (símanúmer hér fyrir neðan).

 

Ef þið viljið tilkynna forföll þá getið þið hringt í hann Kjartan, s. 8682875, eða Gróu, s. 6913600.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má koma með strumpa?

(HEY! Ég fékk loksins reiknidæmi við hæfi bókmenntanema "Hver er summan af einum og núlli?"

guðrún (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 16:19

2 identicon

vúhú! Ég hlakka til :)

(HEY! þessi reiknisdæmi í ruslpóstvörn verða bara flóknari og flóknari...) 

Hjördís (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 16:49

3 identicon

Ég veit það, þessi ruslpóstvörn gerir lítið úr manni í hvert skipti sem maður ætlar að tjá sig. Er ekki hægt að skipta út stærðfræðinni fyrir bókmenntaspurningar?

Héðinn (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 18:16

4 identicon

Dæmi um spurningu: "Lýsið nákvæmlega hvað Jacques Derrida átti við þegar hann sagði að allt væri texti."

Atli Sig (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 19:12

5 identicon

Hahaha!

Emil (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 16:26

6 identicon

Þá væri fátt um athugasemdir heimskra manna á moggablogginu. Það væri alveg hreint yndislegt í raun.

Ég skal koma þessari uppástungu þinni til skila, Atli. 

Kjartan (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 18:42

7 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

þið eruð öll svo ágæt.

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 21.2.2008 kl. 10:52

8 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

... og hvernig væri svo bara að merkja bjölluna sína í staðinn fyrir að auglýsa alltaf að það sé "eina ómerkta bjallan" ;) ... kannski það takið það einhver að sér í partýinu !

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 21.2.2008 kl. 10:55

9 identicon

Ég skal koma með penna!

Atli Sig (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 23:00

10 identicon

Tölurnar í ruslpósvörninni verða alltaf hærri og hærri... við erum að tala um fjöldan allan af tugum hérna!

Ég skal merkja bjölluna þína Kjartan minn.

Allir að mæta svo á morgun og sýna það og sanna í eitt skipti fyrir öll að bókmenntafræðingar kunni líka að drekka bjór (sem var ekki sannað í síðasta partý!) 

Hjördís Alda (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 23:10

11 identicon

Glæsilegt!

mig langar í partí

hvenær opna dyrnar hjá "Kjassa"?

Húni (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 07:56

12 identicon

Bara fljótlega eftir að vísindaferð er lokið.

Segjum bara að ég stefni á um 8.

Kjassi kjeppz (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.