Árshátíð!

Gott fólk, og ekki svo gott fólk.

 

Nú vill Torfhildur fara að sletta úr klaufunum og fara á ærlegt árshátíðardjamm!

Viljið þið ekki öll mæta með henni, fá matarmikinn mat, skemmtileg skemmtiatriði og áfengt áfengi og umfram allt, djamma fram á rauða nótt?

 

Stjórnin er farin að kanna farvegin með hvar við munum halda árshátíðina, en staðsetningin ræðst svolítið af því hversu margir ætla sér að sýna sig og sjá aðra. Þannig að við biðjum þá sem hafa áhuga á að mæta að skilja eftir komment hér á blókinu hennar Torfhildar þannig að við (stjórnin) getum fundið besta staðinn.

Verð fyrir árshátíðina veglegu verður líkast til á bilinu 4000 - 6000 kr. á kjeft, en innifalið í þessu er þá matur, skemmtiatriði, partí og vonandi hugvísindaball (við erum að reyna að koma því í gagnið!)

Þetta ku gerast þann 7. mars.

 

Hvað segiði, eruði ekki til djeemmið?

 

p.s. makar eru að sjálfsögðu velkomnir, en ekki gæludýr þó (nema í afar sérstökum tilfellum).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við mætum pottþétt, þrátt fyrir gæludýrabann (stígis sér um húsið á meðan).

Kjartan & Hjördís (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 23:33

2 identicon

Ég er svo þokkalega til í þetta!

Atli Sig (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 23:37

3 identicon

heyhey ég mæti pottþétt

allir eiga og verða að mæta....

gróa Björg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 23:46

4 identicon

Ég kem og Trölli minn með mér! Hann er stórt og loðið gæludýr og ég sæki hér með um undanþágu.

Líst vel á allt saman, en hvernig er hljóðið í öðrum nemendum??

guðrún hulda (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 11:36

5 identicon

Ég mæti.

Hvernig væri annars að hafa auðveldari spurningu í ruslpóstavörninni? Það er ástæða fyrir því að maður er í hugvísindadeild :) 

Héðinn Árnason (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 15:42

6 identicon

Ég kem alveg pott þétt ;P

Hulda Lár (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 13:55

7 identicon

Ég mæti

Diddi (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 17:03

8 identicon

Ég vonast til að geta mætt. Gaman gaman!

-hilo

Hildur Lofts (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 12:37

9 identicon

Ég mæti.

Helgi Bergmann (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 23:51

10 identicon

Ég mæti!

Emil (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband