Leiklestur á Orðastað

Fögru samnemendur!

Á fimmtudaginn næsta (sautjánda janúar, á morgun) munu einþáttungar þriggja upprennandi leikskálda verða leiklesnir fyrir áhugasama. Um er að ræða verk þriggja nemenda í Ritlistaáfanga Háskólans sem ekki hafa stigið á stokk áður og gefst ykkur því færi á að sjá/heyra þessi verk fyrst af öllum!! (og augljóslega hafa skoðun á þeim í framhaldi og ræða hversu stórbrotin verk þau eru)

Leiklesturinn mun hefjast kl. 20 á annarri hæð Barsins. Tilboð verður á barnum fyrir þá sem vilja skála við Bakkus á meðan.

Kveðja,
Torfhildur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En spennandi! Mæti!

óháður (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 19:09

2 identicon

Við verðum þarna og höldum partíinu gangandi!!!1!

So you better be there or be something else... like a marshmallow... or a giraffe, perhaps... 

Hjördís & Kjartan (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 20:18

3 identicon

eitt sem gallaharður aðdáandi stórmóta í handbolta er að spá: Ætli það komi fleiri ef við bíðum fram yfir leik Íslands og Svía?? Hvað segið þið samnemendur?

Guðrún Hulda Pálsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 21:33

4 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

deitið mitt hann Tryggvi mætir allavega ekki fyrr en eftir leikinn...

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 17.1.2008 kl. 08:16

5 identicon

Ég er alveg til í að hittast einhvers staðar og horfa saman yfir bjór og natsjós. Ætli þetta sé sýnt á Barnum?

Guðrún Hulda Pálsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 12:29

6 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

mm.. nachos!
Systir mín ákvað að það væru svo lélegar sjónvarpsútsendingarnar að hún yrði bara að skella sér til Noregs að sjá þetta. Þú ert ekki svo harður aðdáandi Guðrún?

Anyways.. leikurinn er búinn 20.30 ekki satt?

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 17.1.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.