Ofurritin tvö í boði Didda og Guðrúnar

Samnemar nær og fjær,

Nú er Torfi kominn í hús og verður honum dreift í Aðferðum og hugtökum á morgun (og líklega Stefnunum og Menningarheimum).

Þeir sem ekki komast þá og finna allar leiðir lokaðar þurfa ekki að örvænta lengi, þeir mega nefnilega hafa samband í krh2@hi.is, eða síma 865-2339 og ætti ekki að vera erfitt að koma á þá Torfa.
Um 70 eintök eru til af Torfa og gildir aðeins lögmál frumskógarins, fyrstir koma fyrstir fá. Iðulega rennur Torfinn fljótlega út enda flugrit á hámælikvarða á ferð.

Endursendingar af Torfhildi voru að koma frá bókabúðunum. Við eigum því nokkur eintök og viljum við endilega að einhver fái að njóta þeirra.
Ætlum við því að sitja við í Árnagarði í vikunni, fyrst á þriðjudaginn frá kl. 13, og selja þessa rest.
Verðið er fimmhundruð íslenskar krónur fyrir þetta hundraðogsjötíublaðsíðna eðalrit sem geymir tugi greina um samtímabókmenntir, tónlist, kvikmyndir, menningu, fornbókmenntir ásamt ljóðum og smásögum.

Við erum ekki svo vel að upp alin að eiga posa svo nauðsynlegt er víst að mæta með beinharða peninga til okkar.

Ef þið sjáið ykkur ekki fært að mæta getið þið sent mér tölvupóst (ghp2@hi.is) og við munum koma riti til ykkar.

Baráttukveðjur,
Diddi og Guðrún Hulda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Húrra! Húrra!

Almenningur (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband