Skorarmál og skákfélagi

Heil nemendur!

Ég er Guðrún Hulda og er einnig skorarfulltrúi Torfhildar.

Sem fulltrúi nemenda á reglulegum skorarfundum er mitt hlutverk að gæta hagsmuna stúdenta á fundunum. Á fundunum ræða kennarar skorarinnar okkar öll mál er varðar skorina. Þar á við til dæmis breytingar á námsfyrirkomulagi, aðstaða og húsnæðismál sem hlítur að varða okkur öll.

Í augnablikinu beinist öll athygli að húsnæðismálum, en það hefur verið einn stærsti afmarki fyrir okkur nemendur, þ.e. við höfum engan sameiginlegan samkomustað á virkum dögum. Flest nemendafélög eiga sér kaffistofu sem nemendur geta sótt í götum og milli tíma og átt í gífulega gefandi umræðum um póstmódernisma (en ekki hvað?) Við viljum svoleiðis.

Eins og er þá hef ég ekki hugmynd um hverjir þið nýnemar eruð og veit ég að ég er ekki ein um að vera ólm að kynnast samnemendum mínum. Sameiginlegt nemendaherbergi myndi bæta það til muna. Teikn eru nú á lofti að þetta vandamál verði úr sögunni og er það mikið fagnaðarefni.

En það er fleira sem vantar upp á. Rektorinn okkar hefur verið agalega dugleg að koma á framfæri vilja sínum til þess að gera Háskóla Íslands af einum af hundrað bestu Háskólum heims. Til þess að því markmiði verði náð er nokkuð augljóst að skorin okkar verði að fá betri aðstöðu. Til að mynda má benda á að nemendur Hugvísindadeilda þeirra háskóla sem HÍ vill bera sig saman við hafa m.a. klippiherbergi og kvikmyndasali sem kvikmyndafræðinemar hafa vísan aðgang að, sérbókasafn fyrir bókmenntafræðinema, listfræðinemar fá einnig sér bókasafn og þýðingarfræðinemendur sem og táknmálsfræðinemendur fá aðgang að þeim tölvu- og tæknibúnaði sem nauðsynlegur er að hafa en við höfum ekki.

Af mörgu er að taka svo ekki sé minnst á kröfu okkar fyrir góðri kennslu og fjölbreyttum námskeiðakosti.

En ég er ekki ein í þessu, heldur aðeins milliliður. Ég vil því hvetja sem allra flesta nemendur til að vera á verði gagnvart því sem betur mætti fara í náminu okkar og láta mig vita svo ég geti komið því á framfæri við yfirvaldið.

Tölvupósturinn minn er ghp2@hi.is og einnig drekk ég þessi sem drekk óhóflega mikið af rauðvíni í partýjunum...

(Þið megið endilega líka senda mér póst bara til að segja hæ, já eða hrósa frábærri kennslu og bókakosti eða ef þið teflið. Mig vantar skáksamnemanda.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svo sannarlega mikilvægt að fá kaffistofu til að hittast og ræða málin. Ég er helvíti ánægður með að það sé á leiðinni.

Diddi (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 23:32

2 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

og svo væri flott að fá talfborð þangað inn :)

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 2.11.2007 kl. 09:22

3 identicon

Já, ég er búin að vera að misnota aðstöðuna hjá heimspekinemunum í eitt og hálft ár! Það verður gott að geta talað um bókmenntir til tilbreytingar...

Kristín (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.