10.10.2007 | 19:50
Októberfest og vísindaferð!
Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að OKTOBERFEST er hafið. Á fimmtudaginn hefst hátíðin kl 17 í tjaldinu fyrir framan aðalbyggingu. Þá er tilvalið að fá sér bjór út í tjaldi, en fátt er betra en bjór eftir skóla. Á fimmtudag verður yfirvaraskeggskeppni og búningakeppni.
Á föstudaginn verður tjaldið opið yfir daginn og hátíðarhöld hefjast svo kl 19.
Það verður vísindaferð hjá Torfhildi á föstudaginn fyrir októberfest, og hefst skráning í hana hér á bloggnum á morgun, fimmtudag, svo fylgist vel með. Torfhildarmeðlimir ganga fyrir, en það er lítið mál að skrá sig í félagið og er ársgjaldið aðeins 2000 kr. Hafið samband við Gróu vegna skráningar: gbg5@hi.is. Aðeins 20 manns komast í þessu æðisgengnu vísindaferð í Hvíta húsið og fyrstur kemur fyrstur fær!
Missið ekki af óstjórnlegri gleðinni, lifið heil!
Athugasemdir
stuð stuð og enn meira stuð!!!
hvernig er það, er stemmari fyrir því að við fjölmennum í búningakeppnina?
Gróa (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 20:18
ég sé ykkur brjálæðislega hress októberfest-tjaldinu :) vonandi verður gaman í vísó.
Bergrún Íris Sævarsdóttir, 10.10.2007 kl. 22:39
Úúú, margt að gerast!
Vil endilega fara í vísindaferðina, klukkan hvað er hún á föstudaginn?
Skrá mig inn ef hún er eftir kl 17, takk ;) Og auðvitað er ég Torfhildarmeðlimur :) Ösp.
Ösp (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.