Októberfest og vísindaferð!

Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að OKTOBERFEST er hafið. Á fimmtudaginn hefst hátíðin kl 17 í tjaldinu fyrir framan aðalbyggingu. Þá er tilvalið að fá sér bjór út í tjaldi, en fátt er betra en bjór eftir skóla. Á fimmtudag verður yfirvaraskeggskeppni og búningakeppni.

Á föstudaginn verður tjaldið opið yfir daginn og hátíðarhöld hefjast svo kl 19.

Það verður vísindaferð hjá Torfhildi á föstudaginn fyrir októberfest, og hefst skráning í hana hér á bloggnum á morgun, fimmtudag, svo fylgist vel með. Torfhildarmeðlimir ganga fyrir, en það er lítið mál að skrá sig í félagið og er ársgjaldið aðeins 2000 kr. Hafið samband við Gróu vegna skráningar: gbg5@hi.is. Aðeins 20 manns komast í þessu æðisgengnu vísindaferð í Hvíta húsið og fyrstur kemur fyrstur fær! 

Missið ekki af óstjórnlegri gleðinni, lifið heil!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

stuð stuð og enn meira stuð!!!

hvernig er það, er stemmari fyrir því að við fjölmennum í búningakeppnina?

Gróa (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 20:18

2 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

ég sé ykkur brjálæðislega hress októberfest-tjaldinu :) vonandi verður gaman í vísó.    

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 10.10.2007 kl. 22:39

3 identicon

Úúú, margt að gerast!

Vil endilega fara í vísindaferðina, klukkan hvað er hún á föstudaginn?

Skrá mig inn ef hún er eftir kl 17, takk ;) Og auðvitað er ég Torfhildarmeðlimur :) Ösp.

Ösp (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.