21.2.2011 | 11:27
Árshátíð 2011!
Nú er komið að árshátíðinni okkar. Hún verður haldin þann 4. mars í Safnaðarheimili Fríkirkjunnar. Hátíðin hefst kl. 19:00 og Torfhildur mun bjóða upp á fordrykk. Verðið á árshátíðina er 5000 kr. fyrir félagsmenn og 6000 kr. fyrir aðra. Við munum vera með mætingarlista en ekki miða. Við munum selja á árshátíðina í kjallara Árnagarðs í hádeginu (11:30-12:20) á mánudaginn og miðvikudaginn. Einnig er hægt að leggja inn á reikning okkar og verður þá að fylgja með nafn og kennitala. Kennitala:551092-2089 og reikningsnúmer: 0323-26-551092.
Matseðill:
Forréttur: Humarsúpa með humarspjóti
Aðalréttur: Indverskur kjúklingur Tikka Marsala/ Ofnsteikt lambalæri, hvítlauksstungið með kryddjurtum.
Meðlæti: Ferskt blandað grænmeti með úrvali og dressingar/ Steiktar kartöflur skinnlausar í smjöri/ Hrísgrjón pilaf með grænmeti/kryddgrjón.
Eftirréttur: Frönsk súkkulaðikaka/ Ostakaka/ Súkkulaði- og appelsínu Frómas.
Við auglýsum eftir skemmtiatriðum fyrir árshátíðina! Ef þú ert skemmtilegur eða hefur skemmtilegan hæfileika hafðu þá samband við okkur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.