4.3.2010 | 15:16
ÁRSHÁTÍÐ TORFHILDAR!!
Jæja þá er komið að því!!
Föstudaginn 19. mars verður haldin árshátíð á Hótel Sögu. Fyrst verður haldið fyrirpartý heima hjá Héðni að Heiðargerði 2 (grænt timburhús með hvítu þaki). Þar sem við bjóðum upp á mojitos!!! Fyrirpartýið byrjar klukkan 18 og verður svo haldið til Hótel Sögu um sjöleytið. Borðahald er klukkan 19:30 og ballið byrjar klukkan 23. Þar sem við munum skemmta okkur með öðrum nemendafélögu (Artíma, Fiskurinn, Flog, Fróði, Homo, Kuml, Mentor, Mímir og Norm).
Miðasala byrjar mánudaginn 8. mars klukkan 11:40 og við verðum þar til sirka 13 á Árnagarði í kjallaranum.Við verðum þar aftur sama tíma þriðjudags. Á miðvikudaginn 10. mars verðum við á sama stað frá 10 til 11:30. Það kostar 5000 krónur fyrir skráða meðlimi Torfhildar en 6000 krónur fyrir aðra. Við bjóðum líka upp á miða sem gilda bara fyrir ballið og það kostar 1500 krónur. Það er líka hægt að leggja pening inn á reikning okkar fyrir miðanum. Kennitalan er 5510922089 og reikingsnúmerið er 0323-26-551092.
Matseðill:
Forréttir
Hægeldaður lax með mangó salsa
Appelsínu marineraður skelfiskur
Salat með grilluðum ananas og engiferdressingu
Kjúklingastrimlar í saté sósu
Nautaþynnur á klettasalati
Aðalréttir
Kryddjurta marinerað lambalæri
Salvíukryddaðar kalkúnabringur
Kartöflugratín
Sykurbrúnaðar kartöflur
Fersk grænmetisblanda
Rauðvínssósa
Ábætisréttir
Ávaxtabakki
Kaka
Ís og tvær tegundir af sósum
Við í Torfhildi munum sjá um vín með matnum.
Hljómsveitin Douglas Wilson mun svo skemmta liðinu fram til 2 um nóttina.
Ekki láta ykkur vanta á þennan atburð því hann er einfaldlega ómissandi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.